Rangfærslur Þorvaldar Gylfasonar Jónas Fr. Jónsson skrifar 15. október 2011 07:45 Í nýlegri grein setur Þorvaldur Gylfason fram rangfærslur í minn garð. Þar er því haldið fram að svokölluð rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) hafi talið að kanna þyrfti hvort ég, sem forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, (ásamt ráðherrum og seðlabankastjórum) hefði gerzt brotlegur við lög með því að vanrækja skyldur mínar. Þetta er rangt eins og þeir vita sem lesið hafa skýrslu RNA. Ekkert refsivertEitt af verkefnum RNA var að „gera ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gera jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu til Alþingis“ (6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga 142/2008). Í skýrslu RNA er því hvergi haldið fram að ég hafi sýnt af mér refsiverða háttsemi eða ástæða sé til þess að rannsaka slíkt. Í samræmi við það sendi RNA enga tilkynningu til ríkissaksóknara, eins og nefndin hefði annars átt að gera (1. mgr. 14. gr. laga um nefndina). Hin pólitíska „Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis“ gerði tilraun til fá ákæruvaldið til að taka upp slíkt mál gegn mér og fyrrum bankastjórum Seðlabankans. Niðurstaða ríkissaksóknara var einföld; ekkert tilefni var til sakamálarannsóknar. Engin brot á starfsskyldumRNA bar að tilkynna sérstaklega ef nefndin hefði talið að ég hefði brotið starfsskyldur, skv. lögum um opinbera starfsmenn eða öðrum lögum sem giltu um störf mín fyrir hrun. (2.mgr. 14. gr. og 6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um nefndina). Í skýrslu RNA er hvergi minnst á slíka tilkynningu varðandi mig. Sagði nefndin ekki „vanræksla“?Einstaklingarnir þrír í RNA fundu mér til foráttu að hafa ekki komið á „nægilega traustu skipulagi á daglega starfsemi stofnunarinnar“ þannig að mál gætu gengið hraðar og árangursríkar fyrir sig. Þetta var fellt undir nýja og afturvirka skilgreiningu á hugtakinu „vanræksla“ samkvæmt lögum um nefndina sjálfa. Niðurstaðan var ekki rökstudd með neinum samanburði við innlendar eða erlendar stofnanir – enda óhagkvæmt fyrir RNA. Ég hef andmælt niðurstöðu þremenninganna og bent á uppbyggingu Fjármálaeftirlitsins á þeim þremur árum sem ég var forstjóri fram að hruni. Jafnframt hefði Fjármálaeftirlitið ekki getað framkvæmt neyðarlögin á árangursríkan hátt ef skipulagið hefði ekki verið traust. Reynslan sýnir götótta niðurstöðu þremenninganna. Í kafla 21.5.5. (um mig) í skýrslunni eru tilgreind sérstaklega tvö dæmi um mál sem hefðu átt að ganga hraðar til álagningar viðurlaga. Nú, þremur árum eftir hrun, er öðru málanna lokið án tilefnis til aðgerða og hinu málinu hefur ekki lokið með neinum aðgerðum stjórnvalda. Þessu til viðbótar eru nú liðnir um 1.100 dagar frá bankahruni og sérstakar rannsóknir á afbrotum í aðdraganda hrunsins hafa staðið yfir í þrjú ár (frá miðjum október 2008). Ekki ein ákæra hefur verið gefin út vegna starfsemi stóru bankanna þriggja. Mál eru oftast flóknari en álitsgjafar og eftir-á-nefndir halda, auk þess sem óvönduð frumrannsókn getur skaðað málatilbúnað á öllum stigum. NiðurlagÍ grein þessari hefur verið sýnt fram á rangfærslur Þorvaldar Gylfasonar. Þeir sem vilja stunda málefnalega umræðu um bankahrunið ættu að kynna sér fleiri en eina heimild og muna að samkvæmt Hæstarétti er skýrsla RNA ekki sönnunargagn (mál 561/2010). Ef menn telja skýrslu RNA trúarrit ættu þeir a.m.k. að vitna rétt til hennar. Það er skoðunarefni, hvort það standist mannréttindaákvæði um réttláta málsmeðferð að pólitískt skipaðar nefndir geti með afturvirkum skilgreiningum skaðað mannorð einstaklinga án þess að þeir njóti fullnægjandi réttarverndar. Þeim sem er umhugað um mannréttindi og vilja rannsaka gömul sakamál eða setja þjóðinni nýja stjórnarskrá ættu kannski að velta því fyrir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein setur Þorvaldur Gylfason fram rangfærslur í minn garð. Þar er því haldið fram að svokölluð rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) hafi talið að kanna þyrfti hvort ég, sem forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, (ásamt ráðherrum og seðlabankastjórum) hefði gerzt brotlegur við lög með því að vanrækja skyldur mínar. Þetta er rangt eins og þeir vita sem lesið hafa skýrslu RNA. Ekkert refsivertEitt af verkefnum RNA var að „gera ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gera jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu til Alþingis“ (6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga 142/2008). Í skýrslu RNA er því hvergi haldið fram að ég hafi sýnt af mér refsiverða háttsemi eða ástæða sé til þess að rannsaka slíkt. Í samræmi við það sendi RNA enga tilkynningu til ríkissaksóknara, eins og nefndin hefði annars átt að gera (1. mgr. 14. gr. laga um nefndina). Hin pólitíska „Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis“ gerði tilraun til fá ákæruvaldið til að taka upp slíkt mál gegn mér og fyrrum bankastjórum Seðlabankans. Niðurstaða ríkissaksóknara var einföld; ekkert tilefni var til sakamálarannsóknar. Engin brot á starfsskyldumRNA bar að tilkynna sérstaklega ef nefndin hefði talið að ég hefði brotið starfsskyldur, skv. lögum um opinbera starfsmenn eða öðrum lögum sem giltu um störf mín fyrir hrun. (2.mgr. 14. gr. og 6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um nefndina). Í skýrslu RNA er hvergi minnst á slíka tilkynningu varðandi mig. Sagði nefndin ekki „vanræksla“?Einstaklingarnir þrír í RNA fundu mér til foráttu að hafa ekki komið á „nægilega traustu skipulagi á daglega starfsemi stofnunarinnar“ þannig að mál gætu gengið hraðar og árangursríkar fyrir sig. Þetta var fellt undir nýja og afturvirka skilgreiningu á hugtakinu „vanræksla“ samkvæmt lögum um nefndina sjálfa. Niðurstaðan var ekki rökstudd með neinum samanburði við innlendar eða erlendar stofnanir – enda óhagkvæmt fyrir RNA. Ég hef andmælt niðurstöðu þremenninganna og bent á uppbyggingu Fjármálaeftirlitsins á þeim þremur árum sem ég var forstjóri fram að hruni. Jafnframt hefði Fjármálaeftirlitið ekki getað framkvæmt neyðarlögin á árangursríkan hátt ef skipulagið hefði ekki verið traust. Reynslan sýnir götótta niðurstöðu þremenninganna. Í kafla 21.5.5. (um mig) í skýrslunni eru tilgreind sérstaklega tvö dæmi um mál sem hefðu átt að ganga hraðar til álagningar viðurlaga. Nú, þremur árum eftir hrun, er öðru málanna lokið án tilefnis til aðgerða og hinu málinu hefur ekki lokið með neinum aðgerðum stjórnvalda. Þessu til viðbótar eru nú liðnir um 1.100 dagar frá bankahruni og sérstakar rannsóknir á afbrotum í aðdraganda hrunsins hafa staðið yfir í þrjú ár (frá miðjum október 2008). Ekki ein ákæra hefur verið gefin út vegna starfsemi stóru bankanna þriggja. Mál eru oftast flóknari en álitsgjafar og eftir-á-nefndir halda, auk þess sem óvönduð frumrannsókn getur skaðað málatilbúnað á öllum stigum. NiðurlagÍ grein þessari hefur verið sýnt fram á rangfærslur Þorvaldar Gylfasonar. Þeir sem vilja stunda málefnalega umræðu um bankahrunið ættu að kynna sér fleiri en eina heimild og muna að samkvæmt Hæstarétti er skýrsla RNA ekki sönnunargagn (mál 561/2010). Ef menn telja skýrslu RNA trúarrit ættu þeir a.m.k. að vitna rétt til hennar. Það er skoðunarefni, hvort það standist mannréttindaákvæði um réttláta málsmeðferð að pólitískt skipaðar nefndir geti með afturvirkum skilgreiningum skaðað mannorð einstaklinga án þess að þeir njóti fullnægjandi réttarverndar. Þeim sem er umhugað um mannréttindi og vilja rannsaka gömul sakamál eða setja þjóðinni nýja stjórnarskrá ættu kannski að velta því fyrir sér.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun