Rangfærslur Þorvaldar Gylfasonar Jónas Fr. Jónsson skrifar 15. október 2011 07:45 Í nýlegri grein setur Þorvaldur Gylfason fram rangfærslur í minn garð. Þar er því haldið fram að svokölluð rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) hafi talið að kanna þyrfti hvort ég, sem forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, (ásamt ráðherrum og seðlabankastjórum) hefði gerzt brotlegur við lög með því að vanrækja skyldur mínar. Þetta er rangt eins og þeir vita sem lesið hafa skýrslu RNA. Ekkert refsivertEitt af verkefnum RNA var að „gera ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gera jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu til Alþingis“ (6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga 142/2008). Í skýrslu RNA er því hvergi haldið fram að ég hafi sýnt af mér refsiverða háttsemi eða ástæða sé til þess að rannsaka slíkt. Í samræmi við það sendi RNA enga tilkynningu til ríkissaksóknara, eins og nefndin hefði annars átt að gera (1. mgr. 14. gr. laga um nefndina). Hin pólitíska „Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis“ gerði tilraun til fá ákæruvaldið til að taka upp slíkt mál gegn mér og fyrrum bankastjórum Seðlabankans. Niðurstaða ríkissaksóknara var einföld; ekkert tilefni var til sakamálarannsóknar. Engin brot á starfsskyldumRNA bar að tilkynna sérstaklega ef nefndin hefði talið að ég hefði brotið starfsskyldur, skv. lögum um opinbera starfsmenn eða öðrum lögum sem giltu um störf mín fyrir hrun. (2.mgr. 14. gr. og 6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um nefndina). Í skýrslu RNA er hvergi minnst á slíka tilkynningu varðandi mig. Sagði nefndin ekki „vanræksla“?Einstaklingarnir þrír í RNA fundu mér til foráttu að hafa ekki komið á „nægilega traustu skipulagi á daglega starfsemi stofnunarinnar“ þannig að mál gætu gengið hraðar og árangursríkar fyrir sig. Þetta var fellt undir nýja og afturvirka skilgreiningu á hugtakinu „vanræksla“ samkvæmt lögum um nefndina sjálfa. Niðurstaðan var ekki rökstudd með neinum samanburði við innlendar eða erlendar stofnanir – enda óhagkvæmt fyrir RNA. Ég hef andmælt niðurstöðu þremenninganna og bent á uppbyggingu Fjármálaeftirlitsins á þeim þremur árum sem ég var forstjóri fram að hruni. Jafnframt hefði Fjármálaeftirlitið ekki getað framkvæmt neyðarlögin á árangursríkan hátt ef skipulagið hefði ekki verið traust. Reynslan sýnir götótta niðurstöðu þremenninganna. Í kafla 21.5.5. (um mig) í skýrslunni eru tilgreind sérstaklega tvö dæmi um mál sem hefðu átt að ganga hraðar til álagningar viðurlaga. Nú, þremur árum eftir hrun, er öðru málanna lokið án tilefnis til aðgerða og hinu málinu hefur ekki lokið með neinum aðgerðum stjórnvalda. Þessu til viðbótar eru nú liðnir um 1.100 dagar frá bankahruni og sérstakar rannsóknir á afbrotum í aðdraganda hrunsins hafa staðið yfir í þrjú ár (frá miðjum október 2008). Ekki ein ákæra hefur verið gefin út vegna starfsemi stóru bankanna þriggja. Mál eru oftast flóknari en álitsgjafar og eftir-á-nefndir halda, auk þess sem óvönduð frumrannsókn getur skaðað málatilbúnað á öllum stigum. NiðurlagÍ grein þessari hefur verið sýnt fram á rangfærslur Þorvaldar Gylfasonar. Þeir sem vilja stunda málefnalega umræðu um bankahrunið ættu að kynna sér fleiri en eina heimild og muna að samkvæmt Hæstarétti er skýrsla RNA ekki sönnunargagn (mál 561/2010). Ef menn telja skýrslu RNA trúarrit ættu þeir a.m.k. að vitna rétt til hennar. Það er skoðunarefni, hvort það standist mannréttindaákvæði um réttláta málsmeðferð að pólitískt skipaðar nefndir geti með afturvirkum skilgreiningum skaðað mannorð einstaklinga án þess að þeir njóti fullnægjandi réttarverndar. Þeim sem er umhugað um mannréttindi og vilja rannsaka gömul sakamál eða setja þjóðinni nýja stjórnarskrá ættu kannski að velta því fyrir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein setur Þorvaldur Gylfason fram rangfærslur í minn garð. Þar er því haldið fram að svokölluð rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) hafi talið að kanna þyrfti hvort ég, sem forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, (ásamt ráðherrum og seðlabankastjórum) hefði gerzt brotlegur við lög með því að vanrækja skyldur mínar. Þetta er rangt eins og þeir vita sem lesið hafa skýrslu RNA. Ekkert refsivertEitt af verkefnum RNA var að „gera ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gera jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu til Alþingis“ (6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga 142/2008). Í skýrslu RNA er því hvergi haldið fram að ég hafi sýnt af mér refsiverða háttsemi eða ástæða sé til þess að rannsaka slíkt. Í samræmi við það sendi RNA enga tilkynningu til ríkissaksóknara, eins og nefndin hefði annars átt að gera (1. mgr. 14. gr. laga um nefndina). Hin pólitíska „Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis“ gerði tilraun til fá ákæruvaldið til að taka upp slíkt mál gegn mér og fyrrum bankastjórum Seðlabankans. Niðurstaða ríkissaksóknara var einföld; ekkert tilefni var til sakamálarannsóknar. Engin brot á starfsskyldumRNA bar að tilkynna sérstaklega ef nefndin hefði talið að ég hefði brotið starfsskyldur, skv. lögum um opinbera starfsmenn eða öðrum lögum sem giltu um störf mín fyrir hrun. (2.mgr. 14. gr. og 6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um nefndina). Í skýrslu RNA er hvergi minnst á slíka tilkynningu varðandi mig. Sagði nefndin ekki „vanræksla“?Einstaklingarnir þrír í RNA fundu mér til foráttu að hafa ekki komið á „nægilega traustu skipulagi á daglega starfsemi stofnunarinnar“ þannig að mál gætu gengið hraðar og árangursríkar fyrir sig. Þetta var fellt undir nýja og afturvirka skilgreiningu á hugtakinu „vanræksla“ samkvæmt lögum um nefndina sjálfa. Niðurstaðan var ekki rökstudd með neinum samanburði við innlendar eða erlendar stofnanir – enda óhagkvæmt fyrir RNA. Ég hef andmælt niðurstöðu þremenninganna og bent á uppbyggingu Fjármálaeftirlitsins á þeim þremur árum sem ég var forstjóri fram að hruni. Jafnframt hefði Fjármálaeftirlitið ekki getað framkvæmt neyðarlögin á árangursríkan hátt ef skipulagið hefði ekki verið traust. Reynslan sýnir götótta niðurstöðu þremenninganna. Í kafla 21.5.5. (um mig) í skýrslunni eru tilgreind sérstaklega tvö dæmi um mál sem hefðu átt að ganga hraðar til álagningar viðurlaga. Nú, þremur árum eftir hrun, er öðru málanna lokið án tilefnis til aðgerða og hinu málinu hefur ekki lokið með neinum aðgerðum stjórnvalda. Þessu til viðbótar eru nú liðnir um 1.100 dagar frá bankahruni og sérstakar rannsóknir á afbrotum í aðdraganda hrunsins hafa staðið yfir í þrjú ár (frá miðjum október 2008). Ekki ein ákæra hefur verið gefin út vegna starfsemi stóru bankanna þriggja. Mál eru oftast flóknari en álitsgjafar og eftir-á-nefndir halda, auk þess sem óvönduð frumrannsókn getur skaðað málatilbúnað á öllum stigum. NiðurlagÍ grein þessari hefur verið sýnt fram á rangfærslur Þorvaldar Gylfasonar. Þeir sem vilja stunda málefnalega umræðu um bankahrunið ættu að kynna sér fleiri en eina heimild og muna að samkvæmt Hæstarétti er skýrsla RNA ekki sönnunargagn (mál 561/2010). Ef menn telja skýrslu RNA trúarrit ættu þeir a.m.k. að vitna rétt til hennar. Það er skoðunarefni, hvort það standist mannréttindaákvæði um réttláta málsmeðferð að pólitískt skipaðar nefndir geti með afturvirkum skilgreiningum skaðað mannorð einstaklinga án þess að þeir njóti fullnægjandi réttarverndar. Þeim sem er umhugað um mannréttindi og vilja rannsaka gömul sakamál eða setja þjóðinni nýja stjórnarskrá ættu kannski að velta því fyrir sér.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun