Erlent

Töluvert stærri en talið var

Vísindamenn segja að grameðlan hafi verið nær þriðjungi stærri en talið var.
Vísindamenn segja að grameðlan hafi verið nær þriðjungi stærri en talið var.
Breskir og bandarískir vísindamenn hafa lokið nýjustu rannsóknum á Tyrannosaurus Rex, eða grameðlunni, sem leiða í ljós að hún var um 30 prósentum þyngri en áður var talið.

Helsta viðfang rannsóknarinnar var eðlan Sue, fullorðin grameðla, sem nú er til sýnis í Chicago. Vísindamennirnir komust einnig að því að á unglingsárum sínum hafi eðlan stækkað tvisvar sinnum hraðar en fyrri rannsóknir bentu til. Á aldrinum 10 til 15 ára þyngdist Sue um fimm kíló á dag.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×