Innlent

Loftnet vinna saman sem risasjónauki

Alma tekur á sig mynd 66 loftnet mynda einn risasjónauka.
Mynd/ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/W. Garnier (ALMA)
Alma tekur á sig mynd 66 loftnet mynda einn risasjónauka. Mynd/ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/W. Garnier (ALMA)
dfg
ALMA er alþjóðlegt samstarfsverkefni Evrópu (ESO), Norður-Ameríku, Austur-Asíu og Síle um smíði stærsta stjörnusjónauka heims. Kostnaður við verkefnið nemur meira en einum milljarði dala, um 118 milljörðum íslenskra króna. Sjónaukinn verður tekinn í fulla notkun árið 2013. Í fréttatilkynningu frá ESO (European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli) kemur fram að skammstöfunin ALMA stendur fyrir Atacama Large Millimeter/submillimeter Array.

ALMA er gerólík sjónaukum sem sjá sýnilegt og innrautt ljós. ALMA er röð samtengdra loftneta sem vinna saman sem einn risasjónauki. Þess vegna eru ljósmyndir ALMA harla ólíkar dæmigerðum ljósmyndum af alheiminum.

ALMA er röð 66 tólf og sjö metra útvarpssjónauka sem greina ljós sem hefur um það bil þúsund sinnum lengri bylgjulengd en sýnilegt ljós, svokallaða millimetra og hálfsmillimetra geislun. Stjörnufræðingar geta notað þessar löngu bylgjulengdir ljóss til að rannsaka köldustu og fjarlægustu fyrirbærin frá árdögum alheims.heimild: stjornufraedi.is/eso.org




Fleiri fréttir

Sjá meira


×