Innlent

Telja neyðarlögin hygla Íslendingum

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason
Íslensk stjórnvöld mótmæla því að neyðarlögin hafi hyglað innlendum innstæðueigendum gömlu bankana umfram þá erlendu. Þetta kemur fram í svari stjórnvalda við rökstuddu áliti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna Icesave, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, skrifar undir.

Stjórnvöld telja neyðarlögin þvert á móti hafa tryggt Bretum og Hollendingum tæplega 200 milljörðum króna hærri fjárhæð upp í kröfur sínar en ella hefði orðið. Í svarinu ítreka stjórnvöld því að viljayfirlýsing ríkisstjórnar Geirs Haarde frá 11. október 2008 hafi ekki haft lagalegan grunn. Í henni var Tryggingarsjóður innstæðueigenda sagður myndu tryggja lágmarksupphæð reikninganna samkvæmt evrópsku tryggingatilskipuninni. Ýmsir ráðherrar, meðal annars Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, hafa vitnað í hana sem viðurkenningu á ábyrgð Íslendinga.

Gerð er grein fyrir upplýsingum sem komið hafa fram í undirbúningi ESB að nýrri innistæðutilskipun.

Trygve Mellvang-Berg, upplýsingafulltrúi ESA, staðfestir að bréfið hafi borist stofnuninni. Það verði gaumgæft áður en ákvörðun um næstu skref verði tekin.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×