Kári Steinn: Fékk krampa eftir 34 kílómetra en dröslaðist í mark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2011 12:13 Mynd / HAG „Hún er alveg frábær. Þetta var stórskemmtilegt hlaup, frábærar aðstæður og rosaleg stemmning," sagði maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson um tilfinninguna að loknu Berlínarmaraþoninu í dag. „Það er ekki leiðinlegra að ná Íslandsmetinu og Ólympíulágmarki í fyrsta hlaupi. Það gekk allt vel og ég er rosalega sáttur með þetta," sagði Kári Steinn sem gaf það út að hann ætlaði að bæta Íslandsmetið í hlaupinu í dag. Íslandsmetið var í eigu Sigurðar Péturs Sigmundssonar sem setti metið einnig í Berlín árið 1985. Metið var því 26 ára gamalt. „Jú, það gerir þetta enn sætar. Það var kominn tími á þetta met og ég var búinn að horfa á það lengi. Það var alltaf draumurinn að fara í maraþonið, það var sú grein sem ég taldi að lægi best fyrir mér. Eftir útskrift í Bandaríkjunum gat ég sett stefnuna á maraþonið. Ég er búinn að æfa fyrir maraþonið í allt sumar og þetta small allt saman í dag." Kári Steinn hefur náð góðum árangri í styttri vegalengdum en hefur undanfarið einbeitt sér að lengri vegalengdum. Hann setti Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fyrr í sumar og nú er Íslandsmetið í maraþoni einnig komið í hans vörslu. „Ég hugsa að ég eigi nóg inni. Ég hefði getað gert ýmislegt betur í dag. Ég fékk krampa eftir 34 kílómetra og þurfti að hægja svolítið á mér. Ég var vel stressaður þá því ég vissi að ég væri á góðum hraða og á leiðinni að ná lágmarkinu. Ég reyndi að drekka rosalega vel, taka inn smá orku og rétt úr löppunum. Ég náði einhvern veginn að dröslast í mark þrátt fyrir að vera tæpur í báðum kálfum," sagði Kári Steinn sem hleypur fyrir Breiðablik. Kári Steinn er annar Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í London næsta sumar. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einnig lágmarki fyrir leikana í sumar. „Það er rosalegur léttir að þurfa ekki að stressa sig á því í vetur að ná lágmarki. Nú getur maður einbeitt sér að æfingum, unnið í sínum veikleikum og stílað á gott hlaup í London á næsta ári," segir Kári Steinn sem ætlar að setjast niður með þjálfara sínum og setja sér ný markmið. „Fyrsta markmið var að komast inná leikana og nú þurfum við að setja nýtt," sagði Kári Steinn. Innlendar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
„Hún er alveg frábær. Þetta var stórskemmtilegt hlaup, frábærar aðstæður og rosaleg stemmning," sagði maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson um tilfinninguna að loknu Berlínarmaraþoninu í dag. „Það er ekki leiðinlegra að ná Íslandsmetinu og Ólympíulágmarki í fyrsta hlaupi. Það gekk allt vel og ég er rosalega sáttur með þetta," sagði Kári Steinn sem gaf það út að hann ætlaði að bæta Íslandsmetið í hlaupinu í dag. Íslandsmetið var í eigu Sigurðar Péturs Sigmundssonar sem setti metið einnig í Berlín árið 1985. Metið var því 26 ára gamalt. „Jú, það gerir þetta enn sætar. Það var kominn tími á þetta met og ég var búinn að horfa á það lengi. Það var alltaf draumurinn að fara í maraþonið, það var sú grein sem ég taldi að lægi best fyrir mér. Eftir útskrift í Bandaríkjunum gat ég sett stefnuna á maraþonið. Ég er búinn að æfa fyrir maraþonið í allt sumar og þetta small allt saman í dag." Kári Steinn hefur náð góðum árangri í styttri vegalengdum en hefur undanfarið einbeitt sér að lengri vegalengdum. Hann setti Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fyrr í sumar og nú er Íslandsmetið í maraþoni einnig komið í hans vörslu. „Ég hugsa að ég eigi nóg inni. Ég hefði getað gert ýmislegt betur í dag. Ég fékk krampa eftir 34 kílómetra og þurfti að hægja svolítið á mér. Ég var vel stressaður þá því ég vissi að ég væri á góðum hraða og á leiðinni að ná lágmarkinu. Ég reyndi að drekka rosalega vel, taka inn smá orku og rétt úr löppunum. Ég náði einhvern veginn að dröslast í mark þrátt fyrir að vera tæpur í báðum kálfum," sagði Kári Steinn sem hleypur fyrir Breiðablik. Kári Steinn er annar Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í London næsta sumar. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einnig lágmarki fyrir leikana í sumar. „Það er rosalegur léttir að þurfa ekki að stressa sig á því í vetur að ná lágmarki. Nú getur maður einbeitt sér að æfingum, unnið í sínum veikleikum og stílað á gott hlaup í London á næsta ári," segir Kári Steinn sem ætlar að setjast niður með þjálfara sínum og setja sér ný markmið. „Fyrsta markmið var að komast inná leikana og nú þurfum við að setja nýtt," sagði Kári Steinn.
Innlendar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira