Landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar lauk með messu í Selfosskirkju í dag. Þar voru 500 unglingar og leiðtogar viðstaddir. Þau komu frá landinu öllu og voru einskonar þverskurður af kirkjunni. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Selfosskirkju, prédikaði í messunni. Herra Karl Sigurbjörnsson heiðraði mótið með nærveru sinni í gær.
