Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög 1. febrúar 2011 22:00 Spánarsnigill veldur miklum skaða í nágrannalöndum okkar og er nú kominn hingað til frambúðar. „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að." Þetta segir Ingibjörg Svala Jónsdóttir, formaður Vistfræðifélags Íslands, innt eftir umsögn félagsins um ofangreindar breytingar, sem send hefur verið umhverfisráðuneytinu. Ingibjörg segir stjórnina telja sérstaklega mikilvægt að endurskoða núverandi lagagrein náttúruverndarlaganna sem lýtur að innflutningi lífvera í ljósi loftslagsbreytinga. „Hingað til hefur norðurslóðum verið hlíft að mestu við vandamálum tengdum ágengum lífverum vegna einangrunar og óhagstæðs loftslags. Með bættum samgöngum eykst hættan á að ágengar tegundir berist hingað og að með hlýnandi loftslagi breytist hegðun tegunda þannig að framandi tegundir hér á landi gætu gerst ágengar þótt þær hafi ekki áður sýnt merki um ágengni," útskýrir Ingibjörg. „Í því sambandi þarf sérstaklega að huga að tegundum sem eru ágengar í nágrannalöndum okkar eða annars staðar þar sem aðstæðum svipar til aðstæðna hér á landi. Þá er mikilvægt að huga vel að skilgreiningum á bæði framandi lífverum og ágengum lífverum til að tryggja skýra löggjöf." Ingibjörg segir að hin hörðu viðbrögð við lagafrumvarpinu frá tilteknum félagasamtökum séu vel skiljanleg því frumvarpið muni óhjákvæmilega takmarka frelsi til innflutnings lífvera. „Þannig er með flestar lagasetningar sem takmarka frelsi einstaklinganna að þær eru settar með langtímahagsmuni samfélagsins í huga, með það fyrir augum að koma í veg fyrir samfélagslegt tjón, hvort sem það er af efnahagslegum, umhverfislegum eða heilsufarslegum toga." Komið hefur fram í umræðunni að ekki ríki sátt um að ágengar lífverur séu vandamál. Ingibjörg segir það ekki breyta því að á sama hátt og almenn sátt ríki um að loftslagsbreytingar af manna völdum sé fyrirbæri sem taka verði á með viðeigandi samningum og lagasetningum ríki almenn sátt í vísindasamfélaginu um að ágengar lífverur séu umhverfis- og samfélagsógn sem verði að mæta á sama hátt. Munurinn sé einungis sá að í síðara tilfellinu sé umræðan rétt að hefjast hér á landi og sé því mun skemmra á veg komin en varðandi loftslagsbreytingar.jss@frettabladid.is Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að." Þetta segir Ingibjörg Svala Jónsdóttir, formaður Vistfræðifélags Íslands, innt eftir umsögn félagsins um ofangreindar breytingar, sem send hefur verið umhverfisráðuneytinu. Ingibjörg segir stjórnina telja sérstaklega mikilvægt að endurskoða núverandi lagagrein náttúruverndarlaganna sem lýtur að innflutningi lífvera í ljósi loftslagsbreytinga. „Hingað til hefur norðurslóðum verið hlíft að mestu við vandamálum tengdum ágengum lífverum vegna einangrunar og óhagstæðs loftslags. Með bættum samgöngum eykst hættan á að ágengar tegundir berist hingað og að með hlýnandi loftslagi breytist hegðun tegunda þannig að framandi tegundir hér á landi gætu gerst ágengar þótt þær hafi ekki áður sýnt merki um ágengni," útskýrir Ingibjörg. „Í því sambandi þarf sérstaklega að huga að tegundum sem eru ágengar í nágrannalöndum okkar eða annars staðar þar sem aðstæðum svipar til aðstæðna hér á landi. Þá er mikilvægt að huga vel að skilgreiningum á bæði framandi lífverum og ágengum lífverum til að tryggja skýra löggjöf." Ingibjörg segir að hin hörðu viðbrögð við lagafrumvarpinu frá tilteknum félagasamtökum séu vel skiljanleg því frumvarpið muni óhjákvæmilega takmarka frelsi til innflutnings lífvera. „Þannig er með flestar lagasetningar sem takmarka frelsi einstaklinganna að þær eru settar með langtímahagsmuni samfélagsins í huga, með það fyrir augum að koma í veg fyrir samfélagslegt tjón, hvort sem það er af efnahagslegum, umhverfislegum eða heilsufarslegum toga." Komið hefur fram í umræðunni að ekki ríki sátt um að ágengar lífverur séu vandamál. Ingibjörg segir það ekki breyta því að á sama hátt og almenn sátt ríki um að loftslagsbreytingar af manna völdum sé fyrirbæri sem taka verði á með viðeigandi samningum og lagasetningum ríki almenn sátt í vísindasamfélaginu um að ágengar lífverur séu umhverfis- og samfélagsógn sem verði að mæta á sama hátt. Munurinn sé einungis sá að í síðara tilfellinu sé umræðan rétt að hefjast hér á landi og sé því mun skemmra á veg komin en varðandi loftslagsbreytingar.jss@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira