Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög 1. febrúar 2011 22:00 Spánarsnigill veldur miklum skaða í nágrannalöndum okkar og er nú kominn hingað til frambúðar. „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að." Þetta segir Ingibjörg Svala Jónsdóttir, formaður Vistfræðifélags Íslands, innt eftir umsögn félagsins um ofangreindar breytingar, sem send hefur verið umhverfisráðuneytinu. Ingibjörg segir stjórnina telja sérstaklega mikilvægt að endurskoða núverandi lagagrein náttúruverndarlaganna sem lýtur að innflutningi lífvera í ljósi loftslagsbreytinga. „Hingað til hefur norðurslóðum verið hlíft að mestu við vandamálum tengdum ágengum lífverum vegna einangrunar og óhagstæðs loftslags. Með bættum samgöngum eykst hættan á að ágengar tegundir berist hingað og að með hlýnandi loftslagi breytist hegðun tegunda þannig að framandi tegundir hér á landi gætu gerst ágengar þótt þær hafi ekki áður sýnt merki um ágengni," útskýrir Ingibjörg. „Í því sambandi þarf sérstaklega að huga að tegundum sem eru ágengar í nágrannalöndum okkar eða annars staðar þar sem aðstæðum svipar til aðstæðna hér á landi. Þá er mikilvægt að huga vel að skilgreiningum á bæði framandi lífverum og ágengum lífverum til að tryggja skýra löggjöf." Ingibjörg segir að hin hörðu viðbrögð við lagafrumvarpinu frá tilteknum félagasamtökum séu vel skiljanleg því frumvarpið muni óhjákvæmilega takmarka frelsi til innflutnings lífvera. „Þannig er með flestar lagasetningar sem takmarka frelsi einstaklinganna að þær eru settar með langtímahagsmuni samfélagsins í huga, með það fyrir augum að koma í veg fyrir samfélagslegt tjón, hvort sem það er af efnahagslegum, umhverfislegum eða heilsufarslegum toga." Komið hefur fram í umræðunni að ekki ríki sátt um að ágengar lífverur séu vandamál. Ingibjörg segir það ekki breyta því að á sama hátt og almenn sátt ríki um að loftslagsbreytingar af manna völdum sé fyrirbæri sem taka verði á með viðeigandi samningum og lagasetningum ríki almenn sátt í vísindasamfélaginu um að ágengar lífverur séu umhverfis- og samfélagsógn sem verði að mæta á sama hátt. Munurinn sé einungis sá að í síðara tilfellinu sé umræðan rétt að hefjast hér á landi og sé því mun skemmra á veg komin en varðandi loftslagsbreytingar.jss@frettabladid.is Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að." Þetta segir Ingibjörg Svala Jónsdóttir, formaður Vistfræðifélags Íslands, innt eftir umsögn félagsins um ofangreindar breytingar, sem send hefur verið umhverfisráðuneytinu. Ingibjörg segir stjórnina telja sérstaklega mikilvægt að endurskoða núverandi lagagrein náttúruverndarlaganna sem lýtur að innflutningi lífvera í ljósi loftslagsbreytinga. „Hingað til hefur norðurslóðum verið hlíft að mestu við vandamálum tengdum ágengum lífverum vegna einangrunar og óhagstæðs loftslags. Með bættum samgöngum eykst hættan á að ágengar tegundir berist hingað og að með hlýnandi loftslagi breytist hegðun tegunda þannig að framandi tegundir hér á landi gætu gerst ágengar þótt þær hafi ekki áður sýnt merki um ágengni," útskýrir Ingibjörg. „Í því sambandi þarf sérstaklega að huga að tegundum sem eru ágengar í nágrannalöndum okkar eða annars staðar þar sem aðstæðum svipar til aðstæðna hér á landi. Þá er mikilvægt að huga vel að skilgreiningum á bæði framandi lífverum og ágengum lífverum til að tryggja skýra löggjöf." Ingibjörg segir að hin hörðu viðbrögð við lagafrumvarpinu frá tilteknum félagasamtökum séu vel skiljanleg því frumvarpið muni óhjákvæmilega takmarka frelsi til innflutnings lífvera. „Þannig er með flestar lagasetningar sem takmarka frelsi einstaklinganna að þær eru settar með langtímahagsmuni samfélagsins í huga, með það fyrir augum að koma í veg fyrir samfélagslegt tjón, hvort sem það er af efnahagslegum, umhverfislegum eða heilsufarslegum toga." Komið hefur fram í umræðunni að ekki ríki sátt um að ágengar lífverur séu vandamál. Ingibjörg segir það ekki breyta því að á sama hátt og almenn sátt ríki um að loftslagsbreytingar af manna völdum sé fyrirbæri sem taka verði á með viðeigandi samningum og lagasetningum ríki almenn sátt í vísindasamfélaginu um að ágengar lífverur séu umhverfis- og samfélagsógn sem verði að mæta á sama hátt. Munurinn sé einungis sá að í síðara tilfellinu sé umræðan rétt að hefjast hér á landi og sé því mun skemmra á veg komin en varðandi loftslagsbreytingar.jss@frettabladid.is
Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent