Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög 1. febrúar 2011 22:00 Spánarsnigill veldur miklum skaða í nágrannalöndum okkar og er nú kominn hingað til frambúðar. „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að." Þetta segir Ingibjörg Svala Jónsdóttir, formaður Vistfræðifélags Íslands, innt eftir umsögn félagsins um ofangreindar breytingar, sem send hefur verið umhverfisráðuneytinu. Ingibjörg segir stjórnina telja sérstaklega mikilvægt að endurskoða núverandi lagagrein náttúruverndarlaganna sem lýtur að innflutningi lífvera í ljósi loftslagsbreytinga. „Hingað til hefur norðurslóðum verið hlíft að mestu við vandamálum tengdum ágengum lífverum vegna einangrunar og óhagstæðs loftslags. Með bættum samgöngum eykst hættan á að ágengar tegundir berist hingað og að með hlýnandi loftslagi breytist hegðun tegunda þannig að framandi tegundir hér á landi gætu gerst ágengar þótt þær hafi ekki áður sýnt merki um ágengni," útskýrir Ingibjörg. „Í því sambandi þarf sérstaklega að huga að tegundum sem eru ágengar í nágrannalöndum okkar eða annars staðar þar sem aðstæðum svipar til aðstæðna hér á landi. Þá er mikilvægt að huga vel að skilgreiningum á bæði framandi lífverum og ágengum lífverum til að tryggja skýra löggjöf." Ingibjörg segir að hin hörðu viðbrögð við lagafrumvarpinu frá tilteknum félagasamtökum séu vel skiljanleg því frumvarpið muni óhjákvæmilega takmarka frelsi til innflutnings lífvera. „Þannig er með flestar lagasetningar sem takmarka frelsi einstaklinganna að þær eru settar með langtímahagsmuni samfélagsins í huga, með það fyrir augum að koma í veg fyrir samfélagslegt tjón, hvort sem það er af efnahagslegum, umhverfislegum eða heilsufarslegum toga." Komið hefur fram í umræðunni að ekki ríki sátt um að ágengar lífverur séu vandamál. Ingibjörg segir það ekki breyta því að á sama hátt og almenn sátt ríki um að loftslagsbreytingar af manna völdum sé fyrirbæri sem taka verði á með viðeigandi samningum og lagasetningum ríki almenn sátt í vísindasamfélaginu um að ágengar lífverur séu umhverfis- og samfélagsógn sem verði að mæta á sama hátt. Munurinn sé einungis sá að í síðara tilfellinu sé umræðan rétt að hefjast hér á landi og sé því mun skemmra á veg komin en varðandi loftslagsbreytingar.jss@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
„Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að." Þetta segir Ingibjörg Svala Jónsdóttir, formaður Vistfræðifélags Íslands, innt eftir umsögn félagsins um ofangreindar breytingar, sem send hefur verið umhverfisráðuneytinu. Ingibjörg segir stjórnina telja sérstaklega mikilvægt að endurskoða núverandi lagagrein náttúruverndarlaganna sem lýtur að innflutningi lífvera í ljósi loftslagsbreytinga. „Hingað til hefur norðurslóðum verið hlíft að mestu við vandamálum tengdum ágengum lífverum vegna einangrunar og óhagstæðs loftslags. Með bættum samgöngum eykst hættan á að ágengar tegundir berist hingað og að með hlýnandi loftslagi breytist hegðun tegunda þannig að framandi tegundir hér á landi gætu gerst ágengar þótt þær hafi ekki áður sýnt merki um ágengni," útskýrir Ingibjörg. „Í því sambandi þarf sérstaklega að huga að tegundum sem eru ágengar í nágrannalöndum okkar eða annars staðar þar sem aðstæðum svipar til aðstæðna hér á landi. Þá er mikilvægt að huga vel að skilgreiningum á bæði framandi lífverum og ágengum lífverum til að tryggja skýra löggjöf." Ingibjörg segir að hin hörðu viðbrögð við lagafrumvarpinu frá tilteknum félagasamtökum séu vel skiljanleg því frumvarpið muni óhjákvæmilega takmarka frelsi til innflutnings lífvera. „Þannig er með flestar lagasetningar sem takmarka frelsi einstaklinganna að þær eru settar með langtímahagsmuni samfélagsins í huga, með það fyrir augum að koma í veg fyrir samfélagslegt tjón, hvort sem það er af efnahagslegum, umhverfislegum eða heilsufarslegum toga." Komið hefur fram í umræðunni að ekki ríki sátt um að ágengar lífverur séu vandamál. Ingibjörg segir það ekki breyta því að á sama hátt og almenn sátt ríki um að loftslagsbreytingar af manna völdum sé fyrirbæri sem taka verði á með viðeigandi samningum og lagasetningum ríki almenn sátt í vísindasamfélaginu um að ágengar lífverur séu umhverfis- og samfélagsógn sem verði að mæta á sama hátt. Munurinn sé einungis sá að í síðara tilfellinu sé umræðan rétt að hefjast hér á landi og sé því mun skemmra á veg komin en varðandi loftslagsbreytingar.jss@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira