Bjarni Ben vill að Alþingi endurskoði stjórnarskrána 1. febrúar 2011 16:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Í yfirlýsingu frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hvetur hann til þess að Alþingi hefjist tafarlaust handa við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hann segir stjórnarskránna kveða á um að Alþingi eitt geti gert á henni breytingar og flokkurinn sé tilbúinn í umræður um auðlindaákvæði. „Sjálfstæðisflokkurinn hvetur til þess að Alþingi hefjist nú þegar handa við endurskoðun stjórnarskrárinnar án frekari millileikja og kostnaðar fyrir almenning. Þar verði meðal annars rætt um auðlindaákvæði, þjóðaratkvæðagreiðslur, forsetaembættið, dómstólana og önnur atriði sem þarfnast skýringar og endurskoðunar," segir í yfirlýsingunni. Bjarni segir að frá því ríkisstjórn Jóhönnu hafi tekið við völdum, fyrir tveimur árum upp á dag, hafi stjórnlagaþingið verið helsta baráttumál hennar. Umræðan hafi verið um formsatriði en ekki efnisleg atriði á Alþingi. Nú sé málið í uppnámi, eftir ákvörðun Hæstaréttar Íslands, og nánast aftur komið á byrjunarreit. „Enn hefur enginn axlað pólitíska ábyrgð í málinu en forsætisráðherra hefur boðað til fundar í dag um samráð milli stjórnmálaflokkana um næstu skref," segir Bjarni. Bjarni bendir á 79. gr. stjórnarskrárinnar þar sem kveður á um að Alþingi sjálft geti einungis breytt stjórnarskránni. „Hugmyndir um að Alþingi gefi þetta grundvallarhlutverk frá sér og skuldbindi sig til að hlíta tillögum til breytinga frá ráðgefandi þingi ganga því í berhögg við skýr ákvæði stjórnarskrárinnar. Ábyrgðin er hjá Alþingi og undir henni verður þingið að rísa." „Staða málsins er því sú að ímynduð andstaða Sjálfstæðisflokksins við endurskoðun og umbætur er helsta réttlæting forsætisráðherra fyrir því að halda hugmyndinni um stjórnlagaþing til streitu." Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Fleiri fréttir Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hvetur hann til þess að Alþingi hefjist tafarlaust handa við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hann segir stjórnarskránna kveða á um að Alþingi eitt geti gert á henni breytingar og flokkurinn sé tilbúinn í umræður um auðlindaákvæði. „Sjálfstæðisflokkurinn hvetur til þess að Alþingi hefjist nú þegar handa við endurskoðun stjórnarskrárinnar án frekari millileikja og kostnaðar fyrir almenning. Þar verði meðal annars rætt um auðlindaákvæði, þjóðaratkvæðagreiðslur, forsetaembættið, dómstólana og önnur atriði sem þarfnast skýringar og endurskoðunar," segir í yfirlýsingunni. Bjarni segir að frá því ríkisstjórn Jóhönnu hafi tekið við völdum, fyrir tveimur árum upp á dag, hafi stjórnlagaþingið verið helsta baráttumál hennar. Umræðan hafi verið um formsatriði en ekki efnisleg atriði á Alþingi. Nú sé málið í uppnámi, eftir ákvörðun Hæstaréttar Íslands, og nánast aftur komið á byrjunarreit. „Enn hefur enginn axlað pólitíska ábyrgð í málinu en forsætisráðherra hefur boðað til fundar í dag um samráð milli stjórnmálaflokkana um næstu skref," segir Bjarni. Bjarni bendir á 79. gr. stjórnarskrárinnar þar sem kveður á um að Alþingi sjálft geti einungis breytt stjórnarskránni. „Hugmyndir um að Alþingi gefi þetta grundvallarhlutverk frá sér og skuldbindi sig til að hlíta tillögum til breytinga frá ráðgefandi þingi ganga því í berhögg við skýr ákvæði stjórnarskrárinnar. Ábyrgðin er hjá Alþingi og undir henni verður þingið að rísa." „Staða málsins er því sú að ímynduð andstaða Sjálfstæðisflokksins við endurskoðun og umbætur er helsta réttlæting forsætisráðherra fyrir því að halda hugmyndinni um stjórnlagaþing til streitu."
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Fleiri fréttir Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði