„Hér ríkir bara sorg“ 1. febrúar 2011 14:58 Starfsfólk gamla St. Jósefsspítala er harmi slegið vegna sameiningarinnar Mynd: GVA „Fólk er með sorgarbönd og það er flaggað í hálfa stöng," segir Þórunn Káradóttir Hvasshovd. Hún gegndi stöðu yfirgeislafræðings á röntgendeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Spítalinn sameinaðist Landspítalanum í dag og er rekinn undir heiti þess síðarnefnda. Þórunn hefur þó enn ekki fengið nýtt stöðuheiti. „Ég veit ekki hvaða titil ég ber nú en ég var yfirgeislafræðingur," segir hún. Sameining spítalanna er liður í sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar í heilbrigðisþjónustu. Þórunn segir starfsfólk gamla St. Jósefsspítala „Við viljum fá almennileg rök fyrir þessum gjörningi. Þetta er illa undirbúið og illa skipulagt," segir Þórunn. 85. ára aldursár spítalans Sameiningin hefur legið fyrir í nokkurn tíma og starfsfólk áður lýst óánægju sinni með hana. Tími mótmæla er hins vegar liðinn og nú lýsir starfsfólkið sorg sinni með því að ganga með svarta borða. „Hér ríkir bara sorg. Það er verið að loka spítala á 85. Aldursári. Þessu stórafmæli er fagnað með því að loka spítalanum. Okkur finnst þetta mjög dapurt," segir Þórunn. St. Jósefsspítali hefur sinnt sjúklingum af öllu landinu á sínum sérsviðum, en á honum hafa starfað sérfræðiteymi á sviðum meltingarfærasjúkdóma, svo dæmi sé tekið. Deildir gamla spítalans munu flestar flytjast smátt og smátt úr húsnæðinu en gert er ráð fyrir að þar verði áfram vísir að legudeild lyflækninga. Hjúkrunarhemilið Sólvangur var rekið með St. Jósefsspítala en sá rekstur var aðskilinn áður en hann sameinaðist Landspítalanum.Mögulega tómt hús eftir tvö ár Þórunn tekur þó fram að ekki sé vitað hversu lengi lyfjadeildin verður í húsnæðinu. „Mögulega verður hún hér bara tímabundið. Það er allt eins útlit fyrir að eftir eitt eða tvö ár verði þetta hús tómt," segir hún. Starfsfólk gamla St. Jósefsspítala er héðan í frá starfsfólk Landspítalans og sækir margt vinnu á nýjan stað. Það eru þó ekki þau atriði sem mestu máli skipta, segir Þórunn. „Okkur er umhugað um skjólstæðinga okkar og óttumst að þeir fái ekki það utanumhald sem veitt hefur verið á St. Jósefsspítala og sem þeir eiga kröfu á," segir hún. Tengdar fréttir St. Jósefs verður Landspítalinn St. Jósefsspítali í Hafnarfirði sameinast í dag Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu. Gert er ráð fyrir því að allir núverandi starfsmenn St. Jósefsspítala verði starfsmenn Landspítalans eftir sameininguna. 1. febrúar 2011 11:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Fólk er með sorgarbönd og það er flaggað í hálfa stöng," segir Þórunn Káradóttir Hvasshovd. Hún gegndi stöðu yfirgeislafræðings á röntgendeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Spítalinn sameinaðist Landspítalanum í dag og er rekinn undir heiti þess síðarnefnda. Þórunn hefur þó enn ekki fengið nýtt stöðuheiti. „Ég veit ekki hvaða titil ég ber nú en ég var yfirgeislafræðingur," segir hún. Sameining spítalanna er liður í sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar í heilbrigðisþjónustu. Þórunn segir starfsfólk gamla St. Jósefsspítala „Við viljum fá almennileg rök fyrir þessum gjörningi. Þetta er illa undirbúið og illa skipulagt," segir Þórunn. 85. ára aldursár spítalans Sameiningin hefur legið fyrir í nokkurn tíma og starfsfólk áður lýst óánægju sinni með hana. Tími mótmæla er hins vegar liðinn og nú lýsir starfsfólkið sorg sinni með því að ganga með svarta borða. „Hér ríkir bara sorg. Það er verið að loka spítala á 85. Aldursári. Þessu stórafmæli er fagnað með því að loka spítalanum. Okkur finnst þetta mjög dapurt," segir Þórunn. St. Jósefsspítali hefur sinnt sjúklingum af öllu landinu á sínum sérsviðum, en á honum hafa starfað sérfræðiteymi á sviðum meltingarfærasjúkdóma, svo dæmi sé tekið. Deildir gamla spítalans munu flestar flytjast smátt og smátt úr húsnæðinu en gert er ráð fyrir að þar verði áfram vísir að legudeild lyflækninga. Hjúkrunarhemilið Sólvangur var rekið með St. Jósefsspítala en sá rekstur var aðskilinn áður en hann sameinaðist Landspítalanum.Mögulega tómt hús eftir tvö ár Þórunn tekur þó fram að ekki sé vitað hversu lengi lyfjadeildin verður í húsnæðinu. „Mögulega verður hún hér bara tímabundið. Það er allt eins útlit fyrir að eftir eitt eða tvö ár verði þetta hús tómt," segir hún. Starfsfólk gamla St. Jósefsspítala er héðan í frá starfsfólk Landspítalans og sækir margt vinnu á nýjan stað. Það eru þó ekki þau atriði sem mestu máli skipta, segir Þórunn. „Okkur er umhugað um skjólstæðinga okkar og óttumst að þeir fái ekki það utanumhald sem veitt hefur verið á St. Jósefsspítala og sem þeir eiga kröfu á," segir hún.
Tengdar fréttir St. Jósefs verður Landspítalinn St. Jósefsspítali í Hafnarfirði sameinast í dag Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu. Gert er ráð fyrir því að allir núverandi starfsmenn St. Jósefsspítala verði starfsmenn Landspítalans eftir sameininguna. 1. febrúar 2011 11:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
St. Jósefs verður Landspítalinn St. Jósefsspítali í Hafnarfirði sameinast í dag Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu. Gert er ráð fyrir því að allir núverandi starfsmenn St. Jósefsspítala verði starfsmenn Landspítalans eftir sameininguna. 1. febrúar 2011 11:30