„Hér ríkir bara sorg“ 1. febrúar 2011 14:58 Starfsfólk gamla St. Jósefsspítala er harmi slegið vegna sameiningarinnar Mynd: GVA „Fólk er með sorgarbönd og það er flaggað í hálfa stöng," segir Þórunn Káradóttir Hvasshovd. Hún gegndi stöðu yfirgeislafræðings á röntgendeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Spítalinn sameinaðist Landspítalanum í dag og er rekinn undir heiti þess síðarnefnda. Þórunn hefur þó enn ekki fengið nýtt stöðuheiti. „Ég veit ekki hvaða titil ég ber nú en ég var yfirgeislafræðingur," segir hún. Sameining spítalanna er liður í sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar í heilbrigðisþjónustu. Þórunn segir starfsfólk gamla St. Jósefsspítala „Við viljum fá almennileg rök fyrir þessum gjörningi. Þetta er illa undirbúið og illa skipulagt," segir Þórunn. 85. ára aldursár spítalans Sameiningin hefur legið fyrir í nokkurn tíma og starfsfólk áður lýst óánægju sinni með hana. Tími mótmæla er hins vegar liðinn og nú lýsir starfsfólkið sorg sinni með því að ganga með svarta borða. „Hér ríkir bara sorg. Það er verið að loka spítala á 85. Aldursári. Þessu stórafmæli er fagnað með því að loka spítalanum. Okkur finnst þetta mjög dapurt," segir Þórunn. St. Jósefsspítali hefur sinnt sjúklingum af öllu landinu á sínum sérsviðum, en á honum hafa starfað sérfræðiteymi á sviðum meltingarfærasjúkdóma, svo dæmi sé tekið. Deildir gamla spítalans munu flestar flytjast smátt og smátt úr húsnæðinu en gert er ráð fyrir að þar verði áfram vísir að legudeild lyflækninga. Hjúkrunarhemilið Sólvangur var rekið með St. Jósefsspítala en sá rekstur var aðskilinn áður en hann sameinaðist Landspítalanum.Mögulega tómt hús eftir tvö ár Þórunn tekur þó fram að ekki sé vitað hversu lengi lyfjadeildin verður í húsnæðinu. „Mögulega verður hún hér bara tímabundið. Það er allt eins útlit fyrir að eftir eitt eða tvö ár verði þetta hús tómt," segir hún. Starfsfólk gamla St. Jósefsspítala er héðan í frá starfsfólk Landspítalans og sækir margt vinnu á nýjan stað. Það eru þó ekki þau atriði sem mestu máli skipta, segir Þórunn. „Okkur er umhugað um skjólstæðinga okkar og óttumst að þeir fái ekki það utanumhald sem veitt hefur verið á St. Jósefsspítala og sem þeir eiga kröfu á," segir hún. Tengdar fréttir St. Jósefs verður Landspítalinn St. Jósefsspítali í Hafnarfirði sameinast í dag Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu. Gert er ráð fyrir því að allir núverandi starfsmenn St. Jósefsspítala verði starfsmenn Landspítalans eftir sameininguna. 1. febrúar 2011 11:30 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
„Fólk er með sorgarbönd og það er flaggað í hálfa stöng," segir Þórunn Káradóttir Hvasshovd. Hún gegndi stöðu yfirgeislafræðings á röntgendeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Spítalinn sameinaðist Landspítalanum í dag og er rekinn undir heiti þess síðarnefnda. Þórunn hefur þó enn ekki fengið nýtt stöðuheiti. „Ég veit ekki hvaða titil ég ber nú en ég var yfirgeislafræðingur," segir hún. Sameining spítalanna er liður í sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar í heilbrigðisþjónustu. Þórunn segir starfsfólk gamla St. Jósefsspítala „Við viljum fá almennileg rök fyrir þessum gjörningi. Þetta er illa undirbúið og illa skipulagt," segir Þórunn. 85. ára aldursár spítalans Sameiningin hefur legið fyrir í nokkurn tíma og starfsfólk áður lýst óánægju sinni með hana. Tími mótmæla er hins vegar liðinn og nú lýsir starfsfólkið sorg sinni með því að ganga með svarta borða. „Hér ríkir bara sorg. Það er verið að loka spítala á 85. Aldursári. Þessu stórafmæli er fagnað með því að loka spítalanum. Okkur finnst þetta mjög dapurt," segir Þórunn. St. Jósefsspítali hefur sinnt sjúklingum af öllu landinu á sínum sérsviðum, en á honum hafa starfað sérfræðiteymi á sviðum meltingarfærasjúkdóma, svo dæmi sé tekið. Deildir gamla spítalans munu flestar flytjast smátt og smátt úr húsnæðinu en gert er ráð fyrir að þar verði áfram vísir að legudeild lyflækninga. Hjúkrunarhemilið Sólvangur var rekið með St. Jósefsspítala en sá rekstur var aðskilinn áður en hann sameinaðist Landspítalanum.Mögulega tómt hús eftir tvö ár Þórunn tekur þó fram að ekki sé vitað hversu lengi lyfjadeildin verður í húsnæðinu. „Mögulega verður hún hér bara tímabundið. Það er allt eins útlit fyrir að eftir eitt eða tvö ár verði þetta hús tómt," segir hún. Starfsfólk gamla St. Jósefsspítala er héðan í frá starfsfólk Landspítalans og sækir margt vinnu á nýjan stað. Það eru þó ekki þau atriði sem mestu máli skipta, segir Þórunn. „Okkur er umhugað um skjólstæðinga okkar og óttumst að þeir fái ekki það utanumhald sem veitt hefur verið á St. Jósefsspítala og sem þeir eiga kröfu á," segir hún.
Tengdar fréttir St. Jósefs verður Landspítalinn St. Jósefsspítali í Hafnarfirði sameinast í dag Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu. Gert er ráð fyrir því að allir núverandi starfsmenn St. Jósefsspítala verði starfsmenn Landspítalans eftir sameininguna. 1. febrúar 2011 11:30 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
St. Jósefs verður Landspítalinn St. Jósefsspítali í Hafnarfirði sameinast í dag Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu. Gert er ráð fyrir því að allir núverandi starfsmenn St. Jósefsspítala verði starfsmenn Landspítalans eftir sameininguna. 1. febrúar 2011 11:30