Fréttaskýring: Hringlandi í meðferð milliríkjasamskipta Stígur Helgason skrifar 1. febrúar 2011 21:00 Davíð Odsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Hvaða reglur og venjur gilda um samskipti íslenskra embættismanna við erlenda kollega sína? Allur gangur er á því hvernig staðið er að því í íslenskri stjórnsýslu að skrásetja eða varðveita samskipti embættismanna við erlenda kollega. Um það eru ekki til neinar samræmdar reglur. Fram hefur komið, meðal annars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að til sé upptaka af samtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Mervyns King, bankastjóra Englandsbanka. Davíð hefur sagt að þar segi King að ekki verði gengið eftir Icesave-skuldinni hjá Íslendingum. Ekki er einhugur um þá túlkun meðal þeirra sem heyrt hafa upptökuna. Þetta hefur gefið fulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd tilefni til að krefjast þess að upptakan verði gerð opinber. Steingrímur J. Sigfússon Samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd er óheimilt að hljóðrita samtal nema að fengnu leyfi hins þátttakandans. Davíð hljóðritaði samtalið hins vegar án vitundar Mervyns King. Þetta vekur spurningar um það hvernig er almennt farið með samskipti háttsettra embættismanna milli landa. Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá síðasta ári hefur að geyma upplýsingar um vinnulag í kringum millilandasamskipti af þessum toga. Fréttamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir afritum af símtölum nokkurra ráðherra við breska og hollenska starfsbræður þeirra um Icesave-málið en var synjað um þau þar sem afhending þeirra hefði raskað mikilvægu trausti í samskiptum milli ríkja. Fram kemur í úrskurðinum að samtöl Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við Gordon Brown og Jan Peter Balkenende hafi ekki verið hljóðrituð. Einu gögnin sem til séu um samtölin séu svokallaðar frásagnir af meginatriðum sem starfsmaður stjórnarráðsins hafi skrifað upp eftir minni að samtölunum loknum. Þetta er í samræmi við almennt verklag í ráðuneytinu. Ólíkar aðferðir Steingrímur, Davíð, Össur og Jóhanna fóru síður en svo eins að þegar þau áttu samskipti við erlenda starfsbræður sína. Fram kemur að upptaka sé til af samtali Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við Alistair Darling, en ekki af samtali við hinn hollenska Wouter Bos. Að síðustu kemur fram að samtal Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við David Miliband hafi verið um GSM-síma Össurar. „Það var því ekki tekið upp, afritað með öðrum hætti, skrifað upp eða minnispunktar gerðir varðandi efni símtalsins.“ jóhanna Sigurðardóttir Við þetta má bæta að fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að Árni Mathiesen hafi í miðju bankahruni fyrir mistök eytt samtali Geirs H. Haarde við Gordon Brown út af upptökutæki þegar hann fékk það lánað. Vandræðin í kringum þetta vinnulag eru gagnrýnd í skýrslunni. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að í stjórnarráðinu séu menn nú að fara yfir alla gagnrýni á stjórnsýsluna sem finna megi í skýrslunni. „Við erum búin að kortleggja það algjörlega og gera lista yfir allt það sem til okkar friðar heyrir í því. Þetta er meðal fjölmargra atriða sem við erum að skoða.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hvaða reglur og venjur gilda um samskipti íslenskra embættismanna við erlenda kollega sína? Allur gangur er á því hvernig staðið er að því í íslenskri stjórnsýslu að skrásetja eða varðveita samskipti embættismanna við erlenda kollega. Um það eru ekki til neinar samræmdar reglur. Fram hefur komið, meðal annars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að til sé upptaka af samtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Mervyns King, bankastjóra Englandsbanka. Davíð hefur sagt að þar segi King að ekki verði gengið eftir Icesave-skuldinni hjá Íslendingum. Ekki er einhugur um þá túlkun meðal þeirra sem heyrt hafa upptökuna. Þetta hefur gefið fulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd tilefni til að krefjast þess að upptakan verði gerð opinber. Steingrímur J. Sigfússon Samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd er óheimilt að hljóðrita samtal nema að fengnu leyfi hins þátttakandans. Davíð hljóðritaði samtalið hins vegar án vitundar Mervyns King. Þetta vekur spurningar um það hvernig er almennt farið með samskipti háttsettra embættismanna milli landa. Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá síðasta ári hefur að geyma upplýsingar um vinnulag í kringum millilandasamskipti af þessum toga. Fréttamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir afritum af símtölum nokkurra ráðherra við breska og hollenska starfsbræður þeirra um Icesave-málið en var synjað um þau þar sem afhending þeirra hefði raskað mikilvægu trausti í samskiptum milli ríkja. Fram kemur í úrskurðinum að samtöl Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við Gordon Brown og Jan Peter Balkenende hafi ekki verið hljóðrituð. Einu gögnin sem til séu um samtölin séu svokallaðar frásagnir af meginatriðum sem starfsmaður stjórnarráðsins hafi skrifað upp eftir minni að samtölunum loknum. Þetta er í samræmi við almennt verklag í ráðuneytinu. Ólíkar aðferðir Steingrímur, Davíð, Össur og Jóhanna fóru síður en svo eins að þegar þau áttu samskipti við erlenda starfsbræður sína. Fram kemur að upptaka sé til af samtali Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við Alistair Darling, en ekki af samtali við hinn hollenska Wouter Bos. Að síðustu kemur fram að samtal Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við David Miliband hafi verið um GSM-síma Össurar. „Það var því ekki tekið upp, afritað með öðrum hætti, skrifað upp eða minnispunktar gerðir varðandi efni símtalsins.“ jóhanna Sigurðardóttir Við þetta má bæta að fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að Árni Mathiesen hafi í miðju bankahruni fyrir mistök eytt samtali Geirs H. Haarde við Gordon Brown út af upptökutæki þegar hann fékk það lánað. Vandræðin í kringum þetta vinnulag eru gagnrýnd í skýrslunni. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að í stjórnarráðinu séu menn nú að fara yfir alla gagnrýni á stjórnsýsluna sem finna megi í skýrslunni. „Við erum búin að kortleggja það algjörlega og gera lista yfir allt það sem til okkar friðar heyrir í því. Þetta er meðal fjölmargra atriða sem við erum að skoða.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira