Fréttaskýring: Hringlandi í meðferð milliríkjasamskipta Stígur Helgason skrifar 1. febrúar 2011 21:00 Davíð Odsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Hvaða reglur og venjur gilda um samskipti íslenskra embættismanna við erlenda kollega sína? Allur gangur er á því hvernig staðið er að því í íslenskri stjórnsýslu að skrásetja eða varðveita samskipti embættismanna við erlenda kollega. Um það eru ekki til neinar samræmdar reglur. Fram hefur komið, meðal annars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að til sé upptaka af samtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Mervyns King, bankastjóra Englandsbanka. Davíð hefur sagt að þar segi King að ekki verði gengið eftir Icesave-skuldinni hjá Íslendingum. Ekki er einhugur um þá túlkun meðal þeirra sem heyrt hafa upptökuna. Þetta hefur gefið fulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd tilefni til að krefjast þess að upptakan verði gerð opinber. Steingrímur J. Sigfússon Samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd er óheimilt að hljóðrita samtal nema að fengnu leyfi hins þátttakandans. Davíð hljóðritaði samtalið hins vegar án vitundar Mervyns King. Þetta vekur spurningar um það hvernig er almennt farið með samskipti háttsettra embættismanna milli landa. Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá síðasta ári hefur að geyma upplýsingar um vinnulag í kringum millilandasamskipti af þessum toga. Fréttamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir afritum af símtölum nokkurra ráðherra við breska og hollenska starfsbræður þeirra um Icesave-málið en var synjað um þau þar sem afhending þeirra hefði raskað mikilvægu trausti í samskiptum milli ríkja. Fram kemur í úrskurðinum að samtöl Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við Gordon Brown og Jan Peter Balkenende hafi ekki verið hljóðrituð. Einu gögnin sem til séu um samtölin séu svokallaðar frásagnir af meginatriðum sem starfsmaður stjórnarráðsins hafi skrifað upp eftir minni að samtölunum loknum. Þetta er í samræmi við almennt verklag í ráðuneytinu. Ólíkar aðferðir Steingrímur, Davíð, Össur og Jóhanna fóru síður en svo eins að þegar þau áttu samskipti við erlenda starfsbræður sína. Fram kemur að upptaka sé til af samtali Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við Alistair Darling, en ekki af samtali við hinn hollenska Wouter Bos. Að síðustu kemur fram að samtal Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við David Miliband hafi verið um GSM-síma Össurar. „Það var því ekki tekið upp, afritað með öðrum hætti, skrifað upp eða minnispunktar gerðir varðandi efni símtalsins.“ jóhanna Sigurðardóttir Við þetta má bæta að fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að Árni Mathiesen hafi í miðju bankahruni fyrir mistök eytt samtali Geirs H. Haarde við Gordon Brown út af upptökutæki þegar hann fékk það lánað. Vandræðin í kringum þetta vinnulag eru gagnrýnd í skýrslunni. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að í stjórnarráðinu séu menn nú að fara yfir alla gagnrýni á stjórnsýsluna sem finna megi í skýrslunni. „Við erum búin að kortleggja það algjörlega og gera lista yfir allt það sem til okkar friðar heyrir í því. Þetta er meðal fjölmargra atriða sem við erum að skoða.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Hvaða reglur og venjur gilda um samskipti íslenskra embættismanna við erlenda kollega sína? Allur gangur er á því hvernig staðið er að því í íslenskri stjórnsýslu að skrásetja eða varðveita samskipti embættismanna við erlenda kollega. Um það eru ekki til neinar samræmdar reglur. Fram hefur komið, meðal annars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að til sé upptaka af samtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Mervyns King, bankastjóra Englandsbanka. Davíð hefur sagt að þar segi King að ekki verði gengið eftir Icesave-skuldinni hjá Íslendingum. Ekki er einhugur um þá túlkun meðal þeirra sem heyrt hafa upptökuna. Þetta hefur gefið fulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd tilefni til að krefjast þess að upptakan verði gerð opinber. Steingrímur J. Sigfússon Samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd er óheimilt að hljóðrita samtal nema að fengnu leyfi hins þátttakandans. Davíð hljóðritaði samtalið hins vegar án vitundar Mervyns King. Þetta vekur spurningar um það hvernig er almennt farið með samskipti háttsettra embættismanna milli landa. Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá síðasta ári hefur að geyma upplýsingar um vinnulag í kringum millilandasamskipti af þessum toga. Fréttamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir afritum af símtölum nokkurra ráðherra við breska og hollenska starfsbræður þeirra um Icesave-málið en var synjað um þau þar sem afhending þeirra hefði raskað mikilvægu trausti í samskiptum milli ríkja. Fram kemur í úrskurðinum að samtöl Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við Gordon Brown og Jan Peter Balkenende hafi ekki verið hljóðrituð. Einu gögnin sem til séu um samtölin séu svokallaðar frásagnir af meginatriðum sem starfsmaður stjórnarráðsins hafi skrifað upp eftir minni að samtölunum loknum. Þetta er í samræmi við almennt verklag í ráðuneytinu. Ólíkar aðferðir Steingrímur, Davíð, Össur og Jóhanna fóru síður en svo eins að þegar þau áttu samskipti við erlenda starfsbræður sína. Fram kemur að upptaka sé til af samtali Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við Alistair Darling, en ekki af samtali við hinn hollenska Wouter Bos. Að síðustu kemur fram að samtal Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við David Miliband hafi verið um GSM-síma Össurar. „Það var því ekki tekið upp, afritað með öðrum hætti, skrifað upp eða minnispunktar gerðir varðandi efni símtalsins.“ jóhanna Sigurðardóttir Við þetta má bæta að fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að Árni Mathiesen hafi í miðju bankahruni fyrir mistök eytt samtali Geirs H. Haarde við Gordon Brown út af upptökutæki þegar hann fékk það lánað. Vandræðin í kringum þetta vinnulag eru gagnrýnd í skýrslunni. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að í stjórnarráðinu séu menn nú að fara yfir alla gagnrýni á stjórnsýsluna sem finna megi í skýrslunni. „Við erum búin að kortleggja það algjörlega og gera lista yfir allt það sem til okkar friðar heyrir í því. Þetta er meðal fjölmargra atriða sem við erum að skoða.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent