Hvert stefnir VG ? Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 29. október 2011 06:00 Það er vægt til orða tekið að forysta VG hafi valdið mörgum flokksfélögum og fleirum miklum vonbrigðum undanfarin ár og ekki síst eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn. Í upphafi stefnuyfirlýsingar flokksins segir að hann vilji beita sér fyrir róttækum þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta. Síðar segir: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag grundvallað á virkri þátttöku almennings. Hreyfingin hafnar alræði markaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og forræði yfir eigin auðlindum. Síðan flokkurinn settist í ríkisstjórn fyrir rúmum tveimur árum hefur forysta hans gengið í berhögg við þessa yfirlýstu stefnu í öllum aðalatriðum. Með aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Með því að láta það viðgangast að nýtingarréttur á íslenskum auðlindum sé seldur á alþjóðlegum markaði. Með því að bjarga bönkunum og stórfyrirtækjum og færa þeim hundruð milljarða á silfurfati meðan velferðarkerfið er stórfellt skorið niður. Með því að láta markaðshyggjuna ráða ferðinni í efnahagsmálum með hagvöxt einan að leiðarljósi en ekki jöfnuð sem alltaf fer halloka á markaðstorgi auðvaldsins. Með því að taka ákvarðanir um grundvallarstefnu, stefnubreytingar og málamiðlanir í þröngum lokuðum hópi án lýðræðislegs samráðs við flokksfélaga eða almenning. Þessu þarf að snúa við og berjast fyrir algerri stefnubreytingu. Stefna þarf að því að auka vægi hins félagslega í íslensku hagkerfi á kostnað markaðsvæðingar. Þar ber að leggja áherslu á fjármálakerfið, velferðina og aðra innviði samfélagsins. Til að almenningur á Íslandi fái notið gæða samfélagsins þarf að koma í veg fyrir að örfámennur hópur sogi til sín öll verðmæti í samfélaginu gegnum bankana og nokkur einokunarfyrirtæki. Til að þessi stefnubreyting geti gengið fram er einnig nauðsynlegt að hindra að þjóðinni verði þröngvað inn í Evrópusambandið þar sem markaðshyggjan er meginlögmál. Og tryggja þarf félagsleg yfirráð þjóðarinnar yfir öllum náttúruauðlindum landsins. Landsfundur VG í lok október verður að leggja drög að stefnubreytingu af þessum toga til að flokkurinn eigi sér framtíð í íslenskri pólitík. Til að stuðla að því og fylgja eftir slíkri breytingu hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á landsfundinum í lok október. Ég vona að samstaða náist í þessum anda á landsfundinum um endurreisn flokksins eftir nokkurt upplausnarskeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er vægt til orða tekið að forysta VG hafi valdið mörgum flokksfélögum og fleirum miklum vonbrigðum undanfarin ár og ekki síst eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn. Í upphafi stefnuyfirlýsingar flokksins segir að hann vilji beita sér fyrir róttækum þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta. Síðar segir: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag grundvallað á virkri þátttöku almennings. Hreyfingin hafnar alræði markaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og forræði yfir eigin auðlindum. Síðan flokkurinn settist í ríkisstjórn fyrir rúmum tveimur árum hefur forysta hans gengið í berhögg við þessa yfirlýstu stefnu í öllum aðalatriðum. Með aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Með því að láta það viðgangast að nýtingarréttur á íslenskum auðlindum sé seldur á alþjóðlegum markaði. Með því að bjarga bönkunum og stórfyrirtækjum og færa þeim hundruð milljarða á silfurfati meðan velferðarkerfið er stórfellt skorið niður. Með því að láta markaðshyggjuna ráða ferðinni í efnahagsmálum með hagvöxt einan að leiðarljósi en ekki jöfnuð sem alltaf fer halloka á markaðstorgi auðvaldsins. Með því að taka ákvarðanir um grundvallarstefnu, stefnubreytingar og málamiðlanir í þröngum lokuðum hópi án lýðræðislegs samráðs við flokksfélaga eða almenning. Þessu þarf að snúa við og berjast fyrir algerri stefnubreytingu. Stefna þarf að því að auka vægi hins félagslega í íslensku hagkerfi á kostnað markaðsvæðingar. Þar ber að leggja áherslu á fjármálakerfið, velferðina og aðra innviði samfélagsins. Til að almenningur á Íslandi fái notið gæða samfélagsins þarf að koma í veg fyrir að örfámennur hópur sogi til sín öll verðmæti í samfélaginu gegnum bankana og nokkur einokunarfyrirtæki. Til að þessi stefnubreyting geti gengið fram er einnig nauðsynlegt að hindra að þjóðinni verði þröngvað inn í Evrópusambandið þar sem markaðshyggjan er meginlögmál. Og tryggja þarf félagsleg yfirráð þjóðarinnar yfir öllum náttúruauðlindum landsins. Landsfundur VG í lok október verður að leggja drög að stefnubreytingu af þessum toga til að flokkurinn eigi sér framtíð í íslenskri pólitík. Til að stuðla að því og fylgja eftir slíkri breytingu hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á landsfundinum í lok október. Ég vona að samstaða náist í þessum anda á landsfundinum um endurreisn flokksins eftir nokkurt upplausnarskeið.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun