Hvert stefnir VG ? Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 29. október 2011 06:00 Það er vægt til orða tekið að forysta VG hafi valdið mörgum flokksfélögum og fleirum miklum vonbrigðum undanfarin ár og ekki síst eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn. Í upphafi stefnuyfirlýsingar flokksins segir að hann vilji beita sér fyrir róttækum þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta. Síðar segir: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag grundvallað á virkri þátttöku almennings. Hreyfingin hafnar alræði markaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og forræði yfir eigin auðlindum. Síðan flokkurinn settist í ríkisstjórn fyrir rúmum tveimur árum hefur forysta hans gengið í berhögg við þessa yfirlýstu stefnu í öllum aðalatriðum. Með aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Með því að láta það viðgangast að nýtingarréttur á íslenskum auðlindum sé seldur á alþjóðlegum markaði. Með því að bjarga bönkunum og stórfyrirtækjum og færa þeim hundruð milljarða á silfurfati meðan velferðarkerfið er stórfellt skorið niður. Með því að láta markaðshyggjuna ráða ferðinni í efnahagsmálum með hagvöxt einan að leiðarljósi en ekki jöfnuð sem alltaf fer halloka á markaðstorgi auðvaldsins. Með því að taka ákvarðanir um grundvallarstefnu, stefnubreytingar og málamiðlanir í þröngum lokuðum hópi án lýðræðislegs samráðs við flokksfélaga eða almenning. Þessu þarf að snúa við og berjast fyrir algerri stefnubreytingu. Stefna þarf að því að auka vægi hins félagslega í íslensku hagkerfi á kostnað markaðsvæðingar. Þar ber að leggja áherslu á fjármálakerfið, velferðina og aðra innviði samfélagsins. Til að almenningur á Íslandi fái notið gæða samfélagsins þarf að koma í veg fyrir að örfámennur hópur sogi til sín öll verðmæti í samfélaginu gegnum bankana og nokkur einokunarfyrirtæki. Til að þessi stefnubreyting geti gengið fram er einnig nauðsynlegt að hindra að þjóðinni verði þröngvað inn í Evrópusambandið þar sem markaðshyggjan er meginlögmál. Og tryggja þarf félagsleg yfirráð þjóðarinnar yfir öllum náttúruauðlindum landsins. Landsfundur VG í lok október verður að leggja drög að stefnubreytingu af þessum toga til að flokkurinn eigi sér framtíð í íslenskri pólitík. Til að stuðla að því og fylgja eftir slíkri breytingu hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á landsfundinum í lok október. Ég vona að samstaða náist í þessum anda á landsfundinum um endurreisn flokksins eftir nokkurt upplausnarskeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vægt til orða tekið að forysta VG hafi valdið mörgum flokksfélögum og fleirum miklum vonbrigðum undanfarin ár og ekki síst eftir að flokkurinn settist í ríkisstjórn. Í upphafi stefnuyfirlýsingar flokksins segir að hann vilji beita sér fyrir róttækum þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta. Síðar segir: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag grundvallað á virkri þátttöku almennings. Hreyfingin hafnar alræði markaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og forræði yfir eigin auðlindum. Síðan flokkurinn settist í ríkisstjórn fyrir rúmum tveimur árum hefur forysta hans gengið í berhögg við þessa yfirlýstu stefnu í öllum aðalatriðum. Með aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Með því að láta það viðgangast að nýtingarréttur á íslenskum auðlindum sé seldur á alþjóðlegum markaði. Með því að bjarga bönkunum og stórfyrirtækjum og færa þeim hundruð milljarða á silfurfati meðan velferðarkerfið er stórfellt skorið niður. Með því að láta markaðshyggjuna ráða ferðinni í efnahagsmálum með hagvöxt einan að leiðarljósi en ekki jöfnuð sem alltaf fer halloka á markaðstorgi auðvaldsins. Með því að taka ákvarðanir um grundvallarstefnu, stefnubreytingar og málamiðlanir í þröngum lokuðum hópi án lýðræðislegs samráðs við flokksfélaga eða almenning. Þessu þarf að snúa við og berjast fyrir algerri stefnubreytingu. Stefna þarf að því að auka vægi hins félagslega í íslensku hagkerfi á kostnað markaðsvæðingar. Þar ber að leggja áherslu á fjármálakerfið, velferðina og aðra innviði samfélagsins. Til að almenningur á Íslandi fái notið gæða samfélagsins þarf að koma í veg fyrir að örfámennur hópur sogi til sín öll verðmæti í samfélaginu gegnum bankana og nokkur einokunarfyrirtæki. Til að þessi stefnubreyting geti gengið fram er einnig nauðsynlegt að hindra að þjóðinni verði þröngvað inn í Evrópusambandið þar sem markaðshyggjan er meginlögmál. Og tryggja þarf félagsleg yfirráð þjóðarinnar yfir öllum náttúruauðlindum landsins. Landsfundur VG í lok október verður að leggja drög að stefnubreytingu af þessum toga til að flokkurinn eigi sér framtíð í íslenskri pólitík. Til að stuðla að því og fylgja eftir slíkri breytingu hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á landsfundinum í lok október. Ég vona að samstaða náist í þessum anda á landsfundinum um endurreisn flokksins eftir nokkurt upplausnarskeið.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar