Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður í bankanum, voru leiddir fyrir héraðsdómara laust fyrir miðnætti, þar sem Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafði krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim.
Eftir skamma dvöl hjá dómara leiddi lögregla þá út og vistaði í fangageymslum, en dómari tók sér frest til þess að úrskurða í málinu. Þeir, ásamt fimm öðrum fyrrverandi stjórnendum úr bankanum, voru teknir til yfirheyrslu hjá saksóknara í gærmorgun og yfirheyrðir farm á kvöld.
Í þeim hópi eru Elín Sigfúsdóttir, Steinþór Gunnarsson og Yngvi Örn Kristinssson. Málið snýst um stórfellda markaðsmisnotkun gamla Landsbankans upp á tugi milljarða króna. Sérstakur saksóknari býst við að fleiri verði yfirheyrðir á næstu dögum.
Ranghermt var í gærkvöldi að Steinþór Gunnarsson hefði verið leiddur fyrir dómara og er beðist velvirðingar á því.