Sakamálarannsókn fari fram á sölunni á HS Orku 14. janúar 2011 19:12 Forsvarsmenn áskorunar til stjórnvalda um að tryggja eignarhald á HS Orku sjá fyrir sér að salan verði lögð fyrir dómstóla eða að sakamálarannsókn fari fram um málið. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í vikunni að ríkið þyrfti að greiða Magma Energy rúma 30 milljarði króna ef eignarnámi yrði beitt til að tryggja eignarhald sitt á HS Orku en stjórnarskráin kveður á um að fullt verð eigi að koma fyrir eignarnám. Magma Energy keypti hlut sinn í HS Orku af ýmsum aðilum en heildarfjárfesting Magma í félaginu nemur 31 milljarði króna. Jón Þórisson, einn forsprakka undirskriftalistans, telur þó að ríkið þyrfti ekki að greiða fullt uppgefið kaupverð fyrir HS Orku, ef eignarnámi yrði beitt. „Stærsti hluti kaupverðsins er fjármagnaður innanlands með lánum á afar hagstæðum kjörum. Þetta eru kúlulán á 1,52% vöxtum sem er óheyrt nú til dags. Raunverulegir peningar sem hafa skipt um hendur í þessum kaupum eru sennilega á bilinu 6 til 10 milljarðar," segir Jón. Þá kveðst Jón ekki sannfærður um að eignarnám sé besta leiðin til að tryggja ríkinu eignarhald á HS Orku. „Niðurstaða Magma skýrslunnar er að þeir telji sig ekki geta svarað spurningunni um hvort að þessi gjörningur sé löglegur eða ekki og að besta leiðin væri að fara með þetta fyrir dómstóla. Stjórnvöld hafa ákveðið að gera ekkert í því máli en sem komið er alla vega. Við höfum líka bent á, og höfum Evu Joly okkur til stuðnings í því, að það er full ástæða til þess að það fari fram sakamálarannsókn á þessu máli öllu. Þá á ég ekki bara á sölunni til Magma heldur á einkavæðingarferlinu á HS Orku í heild sinni," segir Jón. Jón kveðst bjartsýnn á að krafa þeirra sem skrifað hafa undir áskorun til stjórnvalda verði tekin til greina. Hann segist þó ekki vita hvaða leið forsætisráðherra telur best til þess fallna að tryggja ríkinu eignarhald á HS Orku en Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur boðað Jón og félaga á fund í næstu viku. Tengdar fréttir Krafa 50 þúsund Íslendinga gæti kostað yfir 30 milljarða Tæplega 50 þúsund manns skora á stjórnvöld að tryggja ríkinu eignarhald á orkuauðlindum landsins. Ef ríkið tekur HS Orku eignarnámi má telja að greiða þurfi Magma 33 milljarða í bætur. 12. janúar 2011 18:52 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Forsvarsmenn áskorunar til stjórnvalda um að tryggja eignarhald á HS Orku sjá fyrir sér að salan verði lögð fyrir dómstóla eða að sakamálarannsókn fari fram um málið. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í vikunni að ríkið þyrfti að greiða Magma Energy rúma 30 milljarði króna ef eignarnámi yrði beitt til að tryggja eignarhald sitt á HS Orku en stjórnarskráin kveður á um að fullt verð eigi að koma fyrir eignarnám. Magma Energy keypti hlut sinn í HS Orku af ýmsum aðilum en heildarfjárfesting Magma í félaginu nemur 31 milljarði króna. Jón Þórisson, einn forsprakka undirskriftalistans, telur þó að ríkið þyrfti ekki að greiða fullt uppgefið kaupverð fyrir HS Orku, ef eignarnámi yrði beitt. „Stærsti hluti kaupverðsins er fjármagnaður innanlands með lánum á afar hagstæðum kjörum. Þetta eru kúlulán á 1,52% vöxtum sem er óheyrt nú til dags. Raunverulegir peningar sem hafa skipt um hendur í þessum kaupum eru sennilega á bilinu 6 til 10 milljarðar," segir Jón. Þá kveðst Jón ekki sannfærður um að eignarnám sé besta leiðin til að tryggja ríkinu eignarhald á HS Orku. „Niðurstaða Magma skýrslunnar er að þeir telji sig ekki geta svarað spurningunni um hvort að þessi gjörningur sé löglegur eða ekki og að besta leiðin væri að fara með þetta fyrir dómstóla. Stjórnvöld hafa ákveðið að gera ekkert í því máli en sem komið er alla vega. Við höfum líka bent á, og höfum Evu Joly okkur til stuðnings í því, að það er full ástæða til þess að það fari fram sakamálarannsókn á þessu máli öllu. Þá á ég ekki bara á sölunni til Magma heldur á einkavæðingarferlinu á HS Orku í heild sinni," segir Jón. Jón kveðst bjartsýnn á að krafa þeirra sem skrifað hafa undir áskorun til stjórnvalda verði tekin til greina. Hann segist þó ekki vita hvaða leið forsætisráðherra telur best til þess fallna að tryggja ríkinu eignarhald á HS Orku en Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur boðað Jón og félaga á fund í næstu viku.
Tengdar fréttir Krafa 50 þúsund Íslendinga gæti kostað yfir 30 milljarða Tæplega 50 þúsund manns skora á stjórnvöld að tryggja ríkinu eignarhald á orkuauðlindum landsins. Ef ríkið tekur HS Orku eignarnámi má telja að greiða þurfi Magma 33 milljarða í bætur. 12. janúar 2011 18:52 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Krafa 50 þúsund Íslendinga gæti kostað yfir 30 milljarða Tæplega 50 þúsund manns skora á stjórnvöld að tryggja ríkinu eignarhald á orkuauðlindum landsins. Ef ríkið tekur HS Orku eignarnámi má telja að greiða þurfi Magma 33 milljarða í bætur. 12. janúar 2011 18:52