Enski boltinn

Santa Cruz á leið til Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roque Santa Cruz.
Roque Santa Cruz. Nordic Photos / Getty Images

Roberto Mancini hefur staðfest að þeir Roque Santa Cruz og Shaun-Wright Phillips séu báðir á leið frá Manchester City.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Santa Cruz líklega á leið aftur til Blackburn þar sem hann lék lengi. Wright-Phillips hefur verið orðaður við Fulham, Birmingham og West Ham.

Þá sagði Mancini að hann vildi síður leyfa sóknarmanninum Emmanuel Adebayor að fara þar til að hann veit hvort að Mario Balotelli þurfi að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla sinna eða ekki. Umboðsmaður Balotelli sagði reyndar við ítalska fjölmiðla í morgun að hann þyrfti líklega ekki að fara í aðgerð.

„Roque mun líklega fara til Blackburn," sagði Mancini. „Allir leikmenn vilja spila reglulega og hef ég skilning á því. En þetta er samt erfitt fyrir mig."

„Það væri betra fyrir þá að fara annað ef sá möguleiki er fyrir hendi. Ég á von á því að Roque muni fara á næstu dögum. Wright-Phillips er í sömu stöðu en þarf að velja á milli 2-3 kosta."

„Það eru mörg lið sem vilja fá Emmanuel en við verðum að bíða og sjá til. Kannski fer hann en við höfum enn 20 daga til stefnu áður en félagaskiptaglugginn lokar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×