Erlent

Byssan klikkaði þegar hvítabjörn réðst á hóp manna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tjaldbúðirnar sem hópurinn var í þegar björninn gerði árás. Mynd/ afp.
Tjaldbúðirnar sem hópurinn var í þegar björninn gerði árás. Mynd/ afp.
Byssa sem leiðangursstjórar hópsins á Svalbarða voru með stóð á sér þegar hvítabjörn réðst á hóp breskra skólastráka fyrr í vikunni. Enginn næturvörður var á vakt þegar björninn réðst til atlögu gegn hópnum með þeim afleiðingum að einn þeirra dó.

Sprengjuvír sem átti að hræða dýr frá svefnstaðnum sprakk ekki þegar hvítabjörninn nálgaðist og þar sem enginn næturvörður var á staðnum var engin vörn gegn dýrum í nágrenninu.

Leiðangursstjórinn í ferðinni reyndi að skjóta dýrið eftir að það rést á tjaldið þar sem fólkið svaf, segir á vef breska blaðsins Telegraph. Byssan virkaði hins vegar ekki. Björninn réðst svo á leiðangursstjórann eftir að hafa drepið einn úr hópnum og særði hann alvarlega. Hann réðst svo á tvo aðra unglinga.

Leiðangursstjórinn náði svo að endurhlaða byssuna og tókst þá að skjóta björninn til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×