Lífið

Til stuðnings Færeyjum

Friðrik Ómar og Jógvan Hansen með björgunarsveitarmönnum í Færeyjum.
Friðrik Ómar og Jógvan Hansen með björgunarsveitarmönnum í Færeyjum.
Vinirnir og söngvararnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen standa fyrir samstöðutónleikum á sunnudaginn kl. 15 í Norðurljósasal Hörpu. Þeir eru haldnir til stuðnings Björgunarsveita LFB í Færeyjum.

Gríðarleg eyðilegging varð þar í landi þegar ofviðri gekk yfir eyjarnar fyrir skemmstu og hefur mikið álag verið á björgunarsveitum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar. Auk Friðriks Ómars og Jógvans, koma fram Ragnheiður Gröndal, KK, Ellen Kristjánsdóttir og Stúlknakór Reykjavíkur.

Reikningur vegna söfnunarinnar er 0101-26-102000, kt. 480208-0480 undir heitinu Samstöðutónleikar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.