Enski boltinn

Miklar líkur á því að Wayne Bridge verði lánaður til West Ham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Bridge.
Wayne Bridge. Mynd/AFP
Wayne Bridge er á leiðinni í læknisskoðun hjá West Ham og það stendir orðið fátt í vegi fyrir því að Manchester Citu láni bakvörðurinn til London út tímabilið. Bridge hefur fengið fá tækifæri hjá City-liðinu hjá Roberto Mancini.

Avram Grant, stjóri West Ham, vantar nauðsynlega vinstri bakvörð þar sem leikmenn sem sérhæfa í þessari stöðu eru meiddir. Miðverðirnir Tal Ben Haim og Jonathan Spector sem og miðjumaðurinn Luis Boa Morte hafa leyst stöðuna upp á síðkastið.

Wayne Bridge hefur aðeins fengið að spila í 150 mínútur með City-liðinu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann er á eftir þeim Jérôme Boateng (880 mínútur) og Aleksandar Kolarov (637 mínútur) í goggunarröðinni.

West Ham mætir Birmingham City í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld og leikmenn liðsins þurfa þá að rífa sig upp eftir 5-0 tap á móti Newcastle um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×