Viðsnúningur á vinnumarkaði Sigurður Snævarr skrifar 26. september 2011 06:00 Hrunið sópaði burt fjölda starfa. Starfandi fólki fækkaði um 13-14 þúsund frá 2. ársfjórðungi 2008 til jafnlengdar á árið 2009 skv. vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Atvinnuleysi jókst hröðum skrefum eins og alkunna er. Aðlögun á vinnumarkaði í kjölfar hrunsins fólst m.a. í því að fólki í fullu starfi fækkaði en fólki í hlutastarfi fjölgaði. Í þessu felst að ýmsir þurftu að sætta sig við lægra starfshlutfall. Störfum fjölgarÞað hefur óneitanlega orðið viðsnúningur á vinnumarkaði, enn sem komið er er hann þó viðkvæmur og smár í sniðum miðað við hverfilbyl hrunsins. Nú liggja fyrir tölur frá Hagstofu um að starfandi fólki hafi fjölgað um 2.500 frá 2. ársfjórðungi 2009 til sama tíma árið 2011. Hagstofan birtir tölur um fjölda starfandi í fullu starfi og í hlutastarfi sem og vinnutíma hvors hóps um sig. Hagstofan hefur ekki upplýsingar um starfshlutfall þeirra sem eru í hlutastörfum. Því þarf að áætla fjölda starfa á grundvelli talna Hagstofu. Vinnutími fólks í hlutastarfi gefur vísbendingar um hvert starfshlutfallið þeirra er og þannig áætlað að maður í hlutastarfi sem vinnur 20 klukkustundir á viku sé í hálfu starfi. Þessar vísbendingar sýna að starfshlutfall þeirra sem eru í hlutastarfi hafi hækkað á þessum tveimur árum. Með þessu móti má umreikna hlutastörf til ígildis fullra starfa. Fjöldi starfa er áætlaður með því að leggja fjölda starfandi við ígildi fullra starfa sem unnin eru af fólki í hlutastörfum. Þetta er ekki ósvipuð aðferð og Vinnumálastofnun notar við mat á atvinnuleysi. Niðurstaðan er sú að frá 2. ársfjórðungi 2009 til sama tíma 2011 hafi störfum fjölgað um 3.600 eða nokkru umfram fjölgun starfandi fólks og kemur hér til að áætlað starfshlutfall þeirra sem eru í hlutastörfum hefur aukist lítillega. Vinnumarkaðurinn er að rétta úr kútnum og störfum er tekið að fjölga. Margt bendir til að eftirspurn eftir atvinnu sé að glæðast og að jafnvel beri á manneklu í einstökum greinum og landssvæðum. Þá má einnig benda á að atvinnuleysi í júlí sl. var 6,6% og hefur ekki mælst lægra síðan í desember 2008. Seðlabankinn hefur endurmetið horfur á vinnumarkaði og spáir nú að atvinnuleysi verði 7,1% í ár í stað 7,7% í fyrri spá. Bankinn gerir ráð fyrir að atvinnuleysi lækki á næstu árum og verði 5,8% á árinu 2013. Hagstofan gerir með sama hætti ráð fyrir lækkun atvinnuleysis á næstu árum og reiknar með 5,4%% atvinnuleysi 2013. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er raunar enn bjartsýnni og spáir 4,3% atvinnuleysi 2013. Þessi lækkun gefur fyrirheit um að markmið kjarasamninga um 4-5% atvinnuleysi 2013 sé í augsýn og aðgerðir í atvinnu- og efnahagsmálum hljóta að miða að því markmiði verði náð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Hrunið sópaði burt fjölda starfa. Starfandi fólki fækkaði um 13-14 þúsund frá 2. ársfjórðungi 2008 til jafnlengdar á árið 2009 skv. vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Atvinnuleysi jókst hröðum skrefum eins og alkunna er. Aðlögun á vinnumarkaði í kjölfar hrunsins fólst m.a. í því að fólki í fullu starfi fækkaði en fólki í hlutastarfi fjölgaði. Í þessu felst að ýmsir þurftu að sætta sig við lægra starfshlutfall. Störfum fjölgarÞað hefur óneitanlega orðið viðsnúningur á vinnumarkaði, enn sem komið er er hann þó viðkvæmur og smár í sniðum miðað við hverfilbyl hrunsins. Nú liggja fyrir tölur frá Hagstofu um að starfandi fólki hafi fjölgað um 2.500 frá 2. ársfjórðungi 2009 til sama tíma árið 2011. Hagstofan birtir tölur um fjölda starfandi í fullu starfi og í hlutastarfi sem og vinnutíma hvors hóps um sig. Hagstofan hefur ekki upplýsingar um starfshlutfall þeirra sem eru í hlutastörfum. Því þarf að áætla fjölda starfa á grundvelli talna Hagstofu. Vinnutími fólks í hlutastarfi gefur vísbendingar um hvert starfshlutfallið þeirra er og þannig áætlað að maður í hlutastarfi sem vinnur 20 klukkustundir á viku sé í hálfu starfi. Þessar vísbendingar sýna að starfshlutfall þeirra sem eru í hlutastarfi hafi hækkað á þessum tveimur árum. Með þessu móti má umreikna hlutastörf til ígildis fullra starfa. Fjöldi starfa er áætlaður með því að leggja fjölda starfandi við ígildi fullra starfa sem unnin eru af fólki í hlutastörfum. Þetta er ekki ósvipuð aðferð og Vinnumálastofnun notar við mat á atvinnuleysi. Niðurstaðan er sú að frá 2. ársfjórðungi 2009 til sama tíma 2011 hafi störfum fjölgað um 3.600 eða nokkru umfram fjölgun starfandi fólks og kemur hér til að áætlað starfshlutfall þeirra sem eru í hlutastörfum hefur aukist lítillega. Vinnumarkaðurinn er að rétta úr kútnum og störfum er tekið að fjölga. Margt bendir til að eftirspurn eftir atvinnu sé að glæðast og að jafnvel beri á manneklu í einstökum greinum og landssvæðum. Þá má einnig benda á að atvinnuleysi í júlí sl. var 6,6% og hefur ekki mælst lægra síðan í desember 2008. Seðlabankinn hefur endurmetið horfur á vinnumarkaði og spáir nú að atvinnuleysi verði 7,1% í ár í stað 7,7% í fyrri spá. Bankinn gerir ráð fyrir að atvinnuleysi lækki á næstu árum og verði 5,8% á árinu 2013. Hagstofan gerir með sama hætti ráð fyrir lækkun atvinnuleysis á næstu árum og reiknar með 5,4%% atvinnuleysi 2013. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er raunar enn bjartsýnni og spáir 4,3% atvinnuleysi 2013. Þessi lækkun gefur fyrirheit um að markmið kjarasamninga um 4-5% atvinnuleysi 2013 sé í augsýn og aðgerðir í atvinnu- og efnahagsmálum hljóta að miða að því markmiði verði náð.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar