Erlent

Obama hittir Abbas í dag

Mynd/AP
Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar í dag að hitta Mahmoud Abbas á fundi í New York en þar stendur nú yfir allsherjarþing sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn ætla á föstudaginn kemur að sækja um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum en Bandaríkjamenn hafa þegar lýst því yfir að þeir muni neita slíkri beiðni í Öryggisráðinu. Nú keppast menn við að reyna að koma í veg fyrir að til þess þurfi að koma að Bandaríkjamenn beiti neitunarvaldi og á meðal hugmynda sem ræddar hafa verið er að Abbas leggi formlegt bréf fyrir Öryggisráðið þar sem þess er óskað að ríkið verði viðurkennt sem fullgildur meðlimur. Með því að senda bréf þyrfti öryggisráðið ekki að greiða atkvæði um tillöguna heldur aðeins að ræða hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×