Ungmennin þéna vel í fiskvinnslunni 25. júlí 2011 05:00 Hér eru þau Hjörleifur Guðjónsson, systir hans Aðalheiður Guðjónsdóttir og Ólöf Sigurðardóttir að slægja ufsa. Aðalheiður, sem er MR-ingur, segir sumarhýruna duga allan veturinn.mynd/stefán Bergur Einarsson Ákvörðun Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í maí síðastliðnum um að auka karfakvótann um tíu þúsund tonn hefur heldur betur haft áhrif á líf 83 ungmenna sem nú þéna allt að fjögur hundruð þúsund á mánuði í landvinnslunni hjá HB Granda í Reykjavík. Margir þeirra koma á leigubíl, sem HB Grandi greiðir. Ungmennin eru á aldrinum 15 til 18 ára. Unnið er á tvenns konar vöktum; frá átta til fjögur og frá sex til sex. Þeir sem vinna þessar tólf tíma vaktir þéna tæplega 400 þúsund krónur á mánuði, að sögn Bergs Einarssonar, verkstjóra í landvinnslunni. Hann segir að ákvörðun ráðherrans varðandi karfakvótann hafi gert HB Granda það kleift að ráða ungmennin til þessara sumarstarfa. Þau taka þó ekki aðeins á rauðu roði því þau verka einnig ufsa. „Ég veit að einhverjir eru að skipuleggja ferð til Rómar og aðrir til London, enda ekkert sem stendur í vegi fyrir því eftir svona sumarhýru,“ segir hann. Hann segir ennfremur að 99 prósent ungmennanna séu harðduglegt starfsfólk. Kannski eins gott því í síðustu viku voru tæplega 570 tonn af karfa og ufsa unnin í fiskiðjuverinu í Norðurgarði í Reykjavík sem er met. Aðalheiður Guðjónsdóttir, sem er átján ára fiskvinnslukona, segir það ekkert mál að standa tólf tíma vaktir. „Ég hafði heyrt af þessu hjá félögum í skólanum svo ég ákvað að prófa í fyrra og ég kunni bara afskaplega vel við þetta svo ég ákvað að koma aftur í sumar,“ segir hún. Aðalheiður stundar nám í Menntaskólanum í Reykjavík og segir að þar séu nemendur alls ekkert of snobbaðir fyrir fiskvinnslu. „MR-ingum finnst þetta bara flott og ekki versnar það þegar ég segi frá laununum,“ segir hún. Á Akranesi vinna um 30 ungmenni í markíl og ber Þröstur Reynisson, vinnslustjóri landvinnslu þar, þeim vel söguna. Eins er HG Grandi með flokk ungmenna í vinnu í starfstöð sinni á Vopnafirði. jse@frettabladid.is Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Bergur Einarsson Ákvörðun Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í maí síðastliðnum um að auka karfakvótann um tíu þúsund tonn hefur heldur betur haft áhrif á líf 83 ungmenna sem nú þéna allt að fjögur hundruð þúsund á mánuði í landvinnslunni hjá HB Granda í Reykjavík. Margir þeirra koma á leigubíl, sem HB Grandi greiðir. Ungmennin eru á aldrinum 15 til 18 ára. Unnið er á tvenns konar vöktum; frá átta til fjögur og frá sex til sex. Þeir sem vinna þessar tólf tíma vaktir þéna tæplega 400 þúsund krónur á mánuði, að sögn Bergs Einarssonar, verkstjóra í landvinnslunni. Hann segir að ákvörðun ráðherrans varðandi karfakvótann hafi gert HB Granda það kleift að ráða ungmennin til þessara sumarstarfa. Þau taka þó ekki aðeins á rauðu roði því þau verka einnig ufsa. „Ég veit að einhverjir eru að skipuleggja ferð til Rómar og aðrir til London, enda ekkert sem stendur í vegi fyrir því eftir svona sumarhýru,“ segir hann. Hann segir ennfremur að 99 prósent ungmennanna séu harðduglegt starfsfólk. Kannski eins gott því í síðustu viku voru tæplega 570 tonn af karfa og ufsa unnin í fiskiðjuverinu í Norðurgarði í Reykjavík sem er met. Aðalheiður Guðjónsdóttir, sem er átján ára fiskvinnslukona, segir það ekkert mál að standa tólf tíma vaktir. „Ég hafði heyrt af þessu hjá félögum í skólanum svo ég ákvað að prófa í fyrra og ég kunni bara afskaplega vel við þetta svo ég ákvað að koma aftur í sumar,“ segir hún. Aðalheiður stundar nám í Menntaskólanum í Reykjavík og segir að þar séu nemendur alls ekkert of snobbaðir fyrir fiskvinnslu. „MR-ingum finnst þetta bara flott og ekki versnar það þegar ég segi frá laununum,“ segir hún. Á Akranesi vinna um 30 ungmenni í markíl og ber Þröstur Reynisson, vinnslustjóri landvinnslu þar, þeim vel söguna. Eins er HG Grandi með flokk ungmenna í vinnu í starfstöð sinni á Vopnafirði. jse@frettabladid.is
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira