Leggur til viðamiklar breytingar á ættleiðingarmálum 4. janúar 2011 06:30 Þessi litla stúlka var ein af ríflega 100 börnum frá Haítí sem ættleidd voru af frönskum foreldrum skömmu fyrir jól. Nordicphotos/AFP Hvaða breytingar ætti að gera á fyrirkomulagi ættleiðinga að mati höfundar nýrrar skýrslu um ættleiðingar á Íslandi? Lagt er til að umtalsverðar breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi ættleiðingarmála hér á landi í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrir innanríkisráðherra. Lagt er til að aukin miðstýring verði í ættleiðingarmálum og að stærra og öflugra sýslumannsembætti sjái um málaflokkinn. Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, óskaði eftir því í júlí 2010 að úttekt yrði gerð á lagaumhverfi ættleiðinga á Íslandi. Nú kemur það í hlut Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að vinna úr niðurstöðunum og ákveða hvort fara eigi að þeim tillögum sem þar eru settar fram. Í skýrslunni, sem unnin var af Hrefnu Friðriksdóttur fyrir Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni, er staða mála á Íslandi borin saman við stöðuna í hinum Norðurlandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram að í Danmörku, Svíþjóð og Noregi séu stjórnvöld mjög virk í ættleiðingarmálum. Þar vinni mikill fjöldi starfsmanna að ættleiðingarmálum hjá hinu opinbera. Heldur horfir öðruvísi við hér á landi. Hér hefur vinna við ættleiðingarmál í innanríkisráðuneytinu, áður dómsmálaráðuneytinu, lent að miklu leyti á herðum eins starfsmanns. Sá starfsmaður sinnir þar að auki fjölmörgum öðrum verkefnum innan ráðuneytisins. Í skýrslunni er lagt til að starfsmönnum sem vinna að ættleiðingarmálum í ráðuneytinu verði fjölgað og stöðugleiki og samfella í störfum ráðuneytisins verði tryggð. Áður en væntanlegir kjörforeldrar geta sótt um að ættleiða barn frá öðrum löndum þurfa íslensk stjórnvöld að staðfesta að fólkið sé hæft til þess að ættleiða barn. Það er gert með svokölluðu forsamþykki, sem sýslumaðurinn í Búðardal hefur umsjón með. Í skýrslu um ættleiðingar er lagt til að ný ættleiðingarnefnd taki við þessu hlutverki sýslumannsins. Hún verði þó hluti af starfsemi sýslumannsembættis, en eðlilegra sé að koma henni fyrir í öflugra embætti en nú sé með fleiri starfsmönnum. Þá er einnig vakin athygli á mikilvægi þess að umsækjendur hafi greiðan aðgang að því embætti sem fái þennan málaflokk. Erfitt er að skilja þessar áherslur öðruvísi en að skýrsluhöfundur telji þessum málum betur fyrir komið hjá einu af stóru sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu, þó að það sé ekki sagt hreint út. Sýslumaður fái aukið hlutverkÍ skýrslunni er lagt til að starfsmenn þess sýslumannsembættis sem hýsa muni ættleiðingarnefndina fái það verkefni að meta hæfi umsækjenda. Í dag er það hlutverk innt af hendi af barnaverndarnefndum um land allt. Með því að færa ábyrgðina til ættleiðingarnefndarinnar megi betur tryggja jafnræði umsækjenda og samræmd og fagleg vinnubrögð. Í skýrslunni er einnig lagt til að stofnað verði ættleiðingarráð sem hafa muni aðstöðu í innanríkisráðuneytinu. Ráðið myndi hafa það hlutverk að afgreiða kærur á ákvörðunum sýslumanns, hafa eftirlit með ættleiðingarmálum og skipuleggja undirbúningsnámskeið fyrir væntanlega kjörforeldra. Þau tvö ættleiðingarfélög sem starfrækt hafa verið á Íslandi sameinuðust nýverið í einu félagi. Það félag hefur hingað til séð um undirbúningsnámskeið fyrir foreldra, sem og skýrslugerð í kjölfar ættleiðinga. Í skýrslunni er lagt til að verkaskipting stjórnvalda og ættleiðingarfélaga verði endurskoðuð og bæði þessi verkefni færð til hins opinbera.brjann@frettabladid.is Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Hvaða breytingar ætti að gera á fyrirkomulagi ættleiðinga að mati höfundar nýrrar skýrslu um ættleiðingar á Íslandi? Lagt er til að umtalsverðar breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi ættleiðingarmála hér á landi í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrir innanríkisráðherra. Lagt er til að aukin miðstýring verði í ættleiðingarmálum og að stærra og öflugra sýslumannsembætti sjái um málaflokkinn. Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, óskaði eftir því í júlí 2010 að úttekt yrði gerð á lagaumhverfi ættleiðinga á Íslandi. Nú kemur það í hlut Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að vinna úr niðurstöðunum og ákveða hvort fara eigi að þeim tillögum sem þar eru settar fram. Í skýrslunni, sem unnin var af Hrefnu Friðriksdóttur fyrir Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni, er staða mála á Íslandi borin saman við stöðuna í hinum Norðurlandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram að í Danmörku, Svíþjóð og Noregi séu stjórnvöld mjög virk í ættleiðingarmálum. Þar vinni mikill fjöldi starfsmanna að ættleiðingarmálum hjá hinu opinbera. Heldur horfir öðruvísi við hér á landi. Hér hefur vinna við ættleiðingarmál í innanríkisráðuneytinu, áður dómsmálaráðuneytinu, lent að miklu leyti á herðum eins starfsmanns. Sá starfsmaður sinnir þar að auki fjölmörgum öðrum verkefnum innan ráðuneytisins. Í skýrslunni er lagt til að starfsmönnum sem vinna að ættleiðingarmálum í ráðuneytinu verði fjölgað og stöðugleiki og samfella í störfum ráðuneytisins verði tryggð. Áður en væntanlegir kjörforeldrar geta sótt um að ættleiða barn frá öðrum löndum þurfa íslensk stjórnvöld að staðfesta að fólkið sé hæft til þess að ættleiða barn. Það er gert með svokölluðu forsamþykki, sem sýslumaðurinn í Búðardal hefur umsjón með. Í skýrslu um ættleiðingar er lagt til að ný ættleiðingarnefnd taki við þessu hlutverki sýslumannsins. Hún verði þó hluti af starfsemi sýslumannsembættis, en eðlilegra sé að koma henni fyrir í öflugra embætti en nú sé með fleiri starfsmönnum. Þá er einnig vakin athygli á mikilvægi þess að umsækjendur hafi greiðan aðgang að því embætti sem fái þennan málaflokk. Erfitt er að skilja þessar áherslur öðruvísi en að skýrsluhöfundur telji þessum málum betur fyrir komið hjá einu af stóru sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu, þó að það sé ekki sagt hreint út. Sýslumaður fái aukið hlutverkÍ skýrslunni er lagt til að starfsmenn þess sýslumannsembættis sem hýsa muni ættleiðingarnefndina fái það verkefni að meta hæfi umsækjenda. Í dag er það hlutverk innt af hendi af barnaverndarnefndum um land allt. Með því að færa ábyrgðina til ættleiðingarnefndarinnar megi betur tryggja jafnræði umsækjenda og samræmd og fagleg vinnubrögð. Í skýrslunni er einnig lagt til að stofnað verði ættleiðingarráð sem hafa muni aðstöðu í innanríkisráðuneytinu. Ráðið myndi hafa það hlutverk að afgreiða kærur á ákvörðunum sýslumanns, hafa eftirlit með ættleiðingarmálum og skipuleggja undirbúningsnámskeið fyrir væntanlega kjörforeldra. Þau tvö ættleiðingarfélög sem starfrækt hafa verið á Íslandi sameinuðust nýverið í einu félagi. Það félag hefur hingað til séð um undirbúningsnámskeið fyrir foreldra, sem og skýrslugerð í kjölfar ættleiðinga. Í skýrslunni er lagt til að verkaskipting stjórnvalda og ættleiðingarfélaga verði endurskoðuð og bæði þessi verkefni færð til hins opinbera.brjann@frettabladid.is
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira