Innlent

Steingrímur talaði mest og Atli minnst

Boði Logason skrifar
Frá störfum þingsins
Frá störfum þingsins

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað langmest á haustþinginu sem hófst 1. október síðastliðinn, eða um það bil 70 klukkustundir. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur talað mest allra þingmanna eða í 591 mínútu.

Pétur H. Blöndal kemur á eftir honum með 547 mínútur. Atli Gíslason þingmaður Vinstri-Grænna hefur talað minnst eða í 5 mínútur, en hann hefur verið í leyfi stóran part þingsins.



Þingmenn Samfylkingar hafa talað í 46 klukkustundir, Vinstri Grænna í 39 klukkustundir, Framsóknarflokksins í 34 klukkustundir og Hreyfingarinnar í 7 klukkustundir. Alls hafa þingmenn allra flokka talað í 195, 7 klukkustundir. Þingræðurnar eru 1991 og athugasemdir 2124. Meðallengd þingræðu er 4,4 mínúta og athugasemda 1,4 mínúta.

Hlé var gert á störfum þingsins 18. desember og kemur það aftur saman 17. janúar.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hve lengi, hver og einn þingmaður talaði, en tölurnar eru fengnar hjá skrifstofu Alþingis.

Sjálfstæðisflokkur:

Árni Johnsen - 30 mínútur

Ásbjörn Óttarsson - 478 mínútur

Birgir Ármannsson - 248 mínútur

Bjarni Benediktsson - 187 mínútur

Einar K. Guðfinnsson - 309 mínútur

Guðlaugur Þór Þórðarson - 430 mínútur

Íris Róbertsdóttir (varaþingmaður) - 25 mínútur

Jón Gunnarsson - 150 mínútur

Kristján Þór Júlíusson - 340 mínútur

Ólöf Nordal - 46 mínútur

Pétur H. Blöndal - 547 mínútur

Ragnheiður Elín Árnadóttir - 217 mínútur

Ragnheiður Ríkharðsdóttir - 118 mínútur

Sigurður Kári Kristjánsson (varaþingmaður) - 385 mínútur

Tryggvi Þór Herbertsson - 276 mínútur

Unnur Brá Konráðsdóttir - 165 mínútur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - 255 mínútur

Samtals: 4206 mínútur - u.þ.b. 70 klukkustundir

Samfylking:



Árni Páll Árnason - 241 mínúta

Ásta R. Jóhannesdóttir - 79 mínútur

Björgvin G. Sigurðsson - 63 mínútur

Guðbjartur Hannesson - 196 mínútur

Helgi Hjörvar - 212 mínútur

Jóhanna Sigurðardóttir - 146 mínútur

Jónína Rós Guðmundsdóttir - 48 mínútur

Katrín Júlíusdóttir - 153 mínútur

Kristján L. Möller - 139 mínútur

Logi Már Einarsson (varaþingmaður) - 20 mínútur

Lúðvík Geirsson (varaþingmaður) - 7 mínútur

Magnús Orri Schram - 103 mínútur

Mörður Árnason - 279 mínútur

Oddný G. Harðardóttir - 178 mínútur

Ólína Þorvarðardóttir - 79 mínútur

Róbert Marshall - 61 mínúta

Sigmundur Ernir Rúnarsson - 214 mínútur

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - 170 mínútur

Skúli Helgason - 72 mínútur

Valgerður Bjarnadóttir - 100 mínútur

Þórunn Sveinbjarnardóttir - 40 mínútur

Össur Skarphéðinsson - 185 mínútur

Samtals: 2785 mínútur - u.þ.b. 46 klukkustundir

Framsókn:



Birgir Þórarinsson (varaþingmaður) - 17 mínútur

Birkir Jón Jónsson - 313 mínútur

Eygló Harðardóttir - 261 mínúta

Guðmundur Steingrímsson - 55 mínútur

Gunnar Bragi Sveinsson - 169 mínútur

Höskuldur Þórhallsson - 342 mínútur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - 167 mínútur

Sigurður Ingi Jóhannsson - 247 mínútur

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (varaþingmaður) - 40 mínútur

Siv Friðleifsdóttir - 187 mínútur

Vigdís Hauksdóttir - 264 mínútur

Samtals: 2062 mínútur - u.þ.b.34 klukkutímar

Hreyfingin:



Baldvin Jónsson (varaþingmaður) - 24 mínútur

Birgitta Jónsdóttir - 30 mínútur

Margrét Tryggvadóttir - 93 mínútur

Þór Saari - 277 mínútur



Samtals: 424 - u.þ.b. 7 klukkustundir

Vinstri-Grænir:

Arndís Soffía Sigurðardóttir (varaþingmaður) - 7 mínútur

Atli Gíslason - 5 mínútur

Auður Lilja Erlingsdóttir (varaþingmaður) - 2 mínútur

Álfheiður Ingadóttir - 77 mínútur

Árni Þór Sigurðsson - 168 mínútur

Ásmundur Einar Daðason - 176 mínútur

Björn Valur Gíslason - 256 mínútur

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir (varaþingmaður) - 6 mínútur

Jón Bjarnason - 107 mínútur

Jórúnn Einarsdóttir (varaþingmaður) - 30 mínútur

Katrín Jakobsdóttir - 119 mínútur

Lilja Mósesdóttir - 146 mínútur

Lilja Rafney Magnúsdóttir - 22 mínútur

Ólafur Þór Gunnarsson (varaþingmaður) - 138 mínútur

Steingrímur J. Sigfússon - 591 mínúta

Svandís Svavarsdóttir - 112 mínútur

Þráinn Bertelsson - 52 mínútur

Þuríður Backman - 130 mínútur

Ögmundur Jónasson - 197 mínútur



Samtals: 2341 mínútur - u.þ.b. 39 klukkustundir














Fleiri fréttir

Sjá meira


×