Innlent

Varðhald sennilega framlengt yfir byssumönnum - bræður í haldi

Einn mannanna sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald á milli jóla og nýárs.
Einn mannanna sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald á milli jóla og nýárs.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer líklega fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir meintum skotmönnum sem eiga að hafa skotið á heimili í Bústaðahverfinu á aðfangadag.

Fjórir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skotið á heimilið með það að markmiði að kúga fé út úr heimilisföðurnum.

Mennirnir voru handteknir nálægt glæpavettvangnum, þá sló einn þeirra lögreglumann sem ætlaði að handtaka hann.

Mennirnir hafa allir komist í kast við lögin. Meðal annars er um að ræða bræður en annar bróðirinn rændi matvöruverslun fyrir um ári síðan.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður farið fram á gæsluvarðhald síðdegis. Svo mun dómari taka afstöðu til kröfunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×