Erlent

Múhameðsgrín vekur viðbrögð

Með nýjasta hefti skoptímaritsins.nordicphotos/AFP
Með nýjasta hefti skoptímaritsins.nordicphotos/AFP
Tveimur eldsprengjum var varpað inn á skrifstofur franska skoptímaritsins Charlie Hebdo í fyrrinótt. Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, fordæmdi árásina.

Í nýjasta hefti tímaritsins eru skopteikningar af múslimum, meðal annars Múhameð spámanni. Tilefni skopsins er sigur hófsamra íslamista í Túnis. Grínið snýst um skoplegar hliðar þeirra „mjúku sjaría-laga“ sem nýir valdhafar boða. Ritstjóri blaðsins segir árásarmennina vera „róttæka heimskingja sem vita ekki hvað íslamstrú er“.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×