Erlent

Lindsay Lohan aftur á leið í fangelsi

Leikkonan Lindsay Lohan er aftur á leið í fangelsi og þarf að afplána 30 daga vegna brota á skilorði frá fyrri dómi. Henni er gert að mæta í afplánunina fyrir 9. nóvember næst komandi.

Það var dómari í Los Angeles sem kvað upp þennan úrskurð. Jafnframt aðvaraði dómarinn leikkonuna um að hún fengi 270 daga fangelsisvist í viðbót af hún léti ekki af því að brjóta skilorð sitt sem stafar frá dómi um akstur undir áhrifum frá árinu 2007.

Lohan hefur nokkrum sinnum verið send í fangelsi á undanförnum árum en yfirleitt sloppið eftir nokkra klukkutíma vist í fangaklefanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×