Davíð Þór biður Maríu afsökunar 3. nóvember 2011 15:48 Davíð biður Maríu afsökunar. Sakar hana samt um fasisma. Guðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Davíð Þór Jónsson, hefur beðið Maríu Lilju Þrastardóttur afsökunar á að hafa hótað að stefna henni fyrir meiðyrði. María Lilja svaraði pistli Davíðs, sem var birtur í Fréttablaðinu um helgina, og þótti Davíð illa að sér vegið. Hann gaf henni því þrjá sólarhringa til þess að biðja sig afsökunar á ummælum eins og að hann hefði brenglað viðhorf til kynlífs og hefði ritstýrt klámbækling. Orðrétt skrifar Davíð Þór á bloggsvæði sitt: „Ég skrifa þennan pistil til að biðja þig afsökunar á því að hafa hótað þér málsókn vegna greinar þinnar „Opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar" sem birtist á vefsíðunni Innihald.is sl. mánudag. Ég iðrast þeirrar hótunar. Hún var sett fram í uppnámi vegna skrifa þinna og var mér ekki samboðin. Það eina sem ég get sagt mér til varnar er að ég held að þær þungu sakir, sem ég er borinn í umræddri grein, gætu komið mér rólyndara fólki úr jafnvægi. Ég set þessa afsökunarbeiðni fram á sama vettvangi og ég setti hótunina fram í þeirri von að hún berist þér til eyrna með sama hætti. Ég er ekki að krefja þig um fyrirgefningu, en ég vona að þér muni einhvern tímann finnast ég eiga inni fyrir henni. Hótun mín um lögsókn er hér með dregin til baka." Davíð áréttar hinsvegar í afsökunarbeiðni sinni að hann dragi hana ekki til baka því hann óttist að tapa málinu. „Þvert á móti hafa mér lögfróðari menn sagt mér að málið ynnist nær örugglega. Fullyrðingar um refsiverða háttsemi og kynferðislega brenglun flokkast víst tvímælalaust undir meiðyrði samkvæmt lögum," skrifar hann. Davíð víkur hinsvegar að því að málflutningur Maríu sé varhugaverður. „Staðreyndin er nefnilega sú að fullt af fólki er dauðhrætt við að leggja orð í belg af ótta við viðbrögð eins og grein þín var. Og það, María Lilja, er jarðvegur fasismans. Þegar fólk þorir ekki að segja skoðanir sínar af ótta við ofbeldi er illt í efni. Þá er ástæða til að staldra við og hugsa sinn gang. Ég verð því að segja eins og er að ásakanir þínar um tilraunir til þöggunar þóttu mér koma úr hörðustu átt. Þar hjó sá er hlífa skyldi," skrifar Davíð sem lýkur langri afsökunarbeiðni sinni á orðunum: „Að lokum vil ég aðeins ítreka afsökunarbeiðni mína og harma að ég skyldi með hótun minni um málshöfðun draga þessa mikilvægu og viðkvæmu umræðu niður á plan sem ég vil vera hafinn yfir." Tengdar fréttir María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28 María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1. nóvember 2011 14:13 Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1. nóvember 2011 18:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Guðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Davíð Þór Jónsson, hefur beðið Maríu Lilju Þrastardóttur afsökunar á að hafa hótað að stefna henni fyrir meiðyrði. María Lilja svaraði pistli Davíðs, sem var birtur í Fréttablaðinu um helgina, og þótti Davíð illa að sér vegið. Hann gaf henni því þrjá sólarhringa til þess að biðja sig afsökunar á ummælum eins og að hann hefði brenglað viðhorf til kynlífs og hefði ritstýrt klámbækling. Orðrétt skrifar Davíð Þór á bloggsvæði sitt: „Ég skrifa þennan pistil til að biðja þig afsökunar á því að hafa hótað þér málsókn vegna greinar þinnar „Opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar" sem birtist á vefsíðunni Innihald.is sl. mánudag. Ég iðrast þeirrar hótunar. Hún var sett fram í uppnámi vegna skrifa þinna og var mér ekki samboðin. Það eina sem ég get sagt mér til varnar er að ég held að þær þungu sakir, sem ég er borinn í umræddri grein, gætu komið mér rólyndara fólki úr jafnvægi. Ég set þessa afsökunarbeiðni fram á sama vettvangi og ég setti hótunina fram í þeirri von að hún berist þér til eyrna með sama hætti. Ég er ekki að krefja þig um fyrirgefningu, en ég vona að þér muni einhvern tímann finnast ég eiga inni fyrir henni. Hótun mín um lögsókn er hér með dregin til baka." Davíð áréttar hinsvegar í afsökunarbeiðni sinni að hann dragi hana ekki til baka því hann óttist að tapa málinu. „Þvert á móti hafa mér lögfróðari menn sagt mér að málið ynnist nær örugglega. Fullyrðingar um refsiverða háttsemi og kynferðislega brenglun flokkast víst tvímælalaust undir meiðyrði samkvæmt lögum," skrifar hann. Davíð víkur hinsvegar að því að málflutningur Maríu sé varhugaverður. „Staðreyndin er nefnilega sú að fullt af fólki er dauðhrætt við að leggja orð í belg af ótta við viðbrögð eins og grein þín var. Og það, María Lilja, er jarðvegur fasismans. Þegar fólk þorir ekki að segja skoðanir sínar af ótta við ofbeldi er illt í efni. Þá er ástæða til að staldra við og hugsa sinn gang. Ég verð því að segja eins og er að ásakanir þínar um tilraunir til þöggunar þóttu mér koma úr hörðustu átt. Þar hjó sá er hlífa skyldi," skrifar Davíð sem lýkur langri afsökunarbeiðni sinni á orðunum: „Að lokum vil ég aðeins ítreka afsökunarbeiðni mína og harma að ég skyldi með hótun minni um málshöfðun draga þessa mikilvægu og viðkvæmu umræðu niður á plan sem ég vil vera hafinn yfir."
Tengdar fréttir María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28 María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1. nóvember 2011 14:13 Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1. nóvember 2011 18:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28
María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1. nóvember 2011 14:13
Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1. nóvember 2011 18:00