Davíð Þór biður Maríu afsökunar 3. nóvember 2011 15:48 Davíð biður Maríu afsökunar. Sakar hana samt um fasisma. Guðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Davíð Þór Jónsson, hefur beðið Maríu Lilju Þrastardóttur afsökunar á að hafa hótað að stefna henni fyrir meiðyrði. María Lilja svaraði pistli Davíðs, sem var birtur í Fréttablaðinu um helgina, og þótti Davíð illa að sér vegið. Hann gaf henni því þrjá sólarhringa til þess að biðja sig afsökunar á ummælum eins og að hann hefði brenglað viðhorf til kynlífs og hefði ritstýrt klámbækling. Orðrétt skrifar Davíð Þór á bloggsvæði sitt: „Ég skrifa þennan pistil til að biðja þig afsökunar á því að hafa hótað þér málsókn vegna greinar þinnar „Opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar" sem birtist á vefsíðunni Innihald.is sl. mánudag. Ég iðrast þeirrar hótunar. Hún var sett fram í uppnámi vegna skrifa þinna og var mér ekki samboðin. Það eina sem ég get sagt mér til varnar er að ég held að þær þungu sakir, sem ég er borinn í umræddri grein, gætu komið mér rólyndara fólki úr jafnvægi. Ég set þessa afsökunarbeiðni fram á sama vettvangi og ég setti hótunina fram í þeirri von að hún berist þér til eyrna með sama hætti. Ég er ekki að krefja þig um fyrirgefningu, en ég vona að þér muni einhvern tímann finnast ég eiga inni fyrir henni. Hótun mín um lögsókn er hér með dregin til baka." Davíð áréttar hinsvegar í afsökunarbeiðni sinni að hann dragi hana ekki til baka því hann óttist að tapa málinu. „Þvert á móti hafa mér lögfróðari menn sagt mér að málið ynnist nær örugglega. Fullyrðingar um refsiverða háttsemi og kynferðislega brenglun flokkast víst tvímælalaust undir meiðyrði samkvæmt lögum," skrifar hann. Davíð víkur hinsvegar að því að málflutningur Maríu sé varhugaverður. „Staðreyndin er nefnilega sú að fullt af fólki er dauðhrætt við að leggja orð í belg af ótta við viðbrögð eins og grein þín var. Og það, María Lilja, er jarðvegur fasismans. Þegar fólk þorir ekki að segja skoðanir sínar af ótta við ofbeldi er illt í efni. Þá er ástæða til að staldra við og hugsa sinn gang. Ég verð því að segja eins og er að ásakanir þínar um tilraunir til þöggunar þóttu mér koma úr hörðustu átt. Þar hjó sá er hlífa skyldi," skrifar Davíð sem lýkur langri afsökunarbeiðni sinni á orðunum: „Að lokum vil ég aðeins ítreka afsökunarbeiðni mína og harma að ég skyldi með hótun minni um málshöfðun draga þessa mikilvægu og viðkvæmu umræðu niður á plan sem ég vil vera hafinn yfir." Tengdar fréttir María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28 María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1. nóvember 2011 14:13 Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1. nóvember 2011 18:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Guðfræðingurinn og pistlahöfundurinn Davíð Þór Jónsson, hefur beðið Maríu Lilju Þrastardóttur afsökunar á að hafa hótað að stefna henni fyrir meiðyrði. María Lilja svaraði pistli Davíðs, sem var birtur í Fréttablaðinu um helgina, og þótti Davíð illa að sér vegið. Hann gaf henni því þrjá sólarhringa til þess að biðja sig afsökunar á ummælum eins og að hann hefði brenglað viðhorf til kynlífs og hefði ritstýrt klámbækling. Orðrétt skrifar Davíð Þór á bloggsvæði sitt: „Ég skrifa þennan pistil til að biðja þig afsökunar á því að hafa hótað þér málsókn vegna greinar þinnar „Opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar" sem birtist á vefsíðunni Innihald.is sl. mánudag. Ég iðrast þeirrar hótunar. Hún var sett fram í uppnámi vegna skrifa þinna og var mér ekki samboðin. Það eina sem ég get sagt mér til varnar er að ég held að þær þungu sakir, sem ég er borinn í umræddri grein, gætu komið mér rólyndara fólki úr jafnvægi. Ég set þessa afsökunarbeiðni fram á sama vettvangi og ég setti hótunina fram í þeirri von að hún berist þér til eyrna með sama hætti. Ég er ekki að krefja þig um fyrirgefningu, en ég vona að þér muni einhvern tímann finnast ég eiga inni fyrir henni. Hótun mín um lögsókn er hér með dregin til baka." Davíð áréttar hinsvegar í afsökunarbeiðni sinni að hann dragi hana ekki til baka því hann óttist að tapa málinu. „Þvert á móti hafa mér lögfróðari menn sagt mér að málið ynnist nær örugglega. Fullyrðingar um refsiverða háttsemi og kynferðislega brenglun flokkast víst tvímælalaust undir meiðyrði samkvæmt lögum," skrifar hann. Davíð víkur hinsvegar að því að málflutningur Maríu sé varhugaverður. „Staðreyndin er nefnilega sú að fullt af fólki er dauðhrætt við að leggja orð í belg af ótta við viðbrögð eins og grein þín var. Og það, María Lilja, er jarðvegur fasismans. Þegar fólk þorir ekki að segja skoðanir sínar af ótta við ofbeldi er illt í efni. Þá er ástæða til að staldra við og hugsa sinn gang. Ég verð því að segja eins og er að ásakanir þínar um tilraunir til þöggunar þóttu mér koma úr hörðustu átt. Þar hjó sá er hlífa skyldi," skrifar Davíð sem lýkur langri afsökunarbeiðni sinni á orðunum: „Að lokum vil ég aðeins ítreka afsökunarbeiðni mína og harma að ég skyldi með hótun minni um málshöfðun draga þessa mikilvægu og viðkvæmu umræðu niður á plan sem ég vil vera hafinn yfir."
Tengdar fréttir María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28 María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1. nóvember 2011 14:13 Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1. nóvember 2011 18:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. 1. nóvember 2011 10:28
María Lilja svarar Davíð - og þar er enga afsökunarbeiðni að finna “Það var aldeilis að pennaskríplið mitt strauk þér öfugum, það var þó ekki nema og, á þig voru bornar þungar sakir, ég gerði þér það náttúrlega alveg upp að hafa á nokkurn hátt ”hlutgert” konur í gamla dónablaðinu, sem ég efast ekki um að þú hafir stýrt af mikilli natni og náungakærleik,“ skrifar María Lilja Þrastardóttir í svarpistli sínum á vefnum Innihald.is. 1. nóvember 2011 14:13
Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona "Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur. 1. nóvember 2011 18:00