Erlent

Fundur Medvedev og Kim Jong-il

Kim Jong-il heimsækir Rússland í fyrsta sinn í níu ár.
Kim Jong-il heimsækir Rússland í fyrsta sinn í níu ár. Mynd/AFP
Fundur Dimitry Medvedev, forseta Rússlands, og Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, mun fara fram á morgun, miðvikudag. Umræðuefnin verða líklega hernaðarleg samvinna, eyðing kjarnavopna og samningur um gasleiðslu milli landanna.

Norður-Kórea hefur átt við mikinn matarskort að stríða og undanfarið hafa geisað þar mikil flóð. Í leiðara blaðsins The Korea Herald sagði í dag, „Það þarf engan sérfræðing til að skilja hví Kim er í Rússlandi. Hann sárvantar efnahagslega hjálp."

Kim Jong-il kom til Rússlands síðastliðinn laugardag í sína fyrstu heimsókn í níu ár. Hann mun dvelja í Rússlandi í viku, en heimsóknin er sveipuð dulúð. Hann kom í brynvarinni lest og erfitt var að ná af honum myndum.


Tengdar fréttir

Kim Jong Il kominn til Rússlands

Leiðtogi Norður Kóreu, Kim Jong-il, kom til Rússlands í dag og mun þar funda með forseta landsins, Dimitry Medvedev. Þetta er fyrsta rússlandsheimsókn kóreska leiðtogans í níu ár, og er talið að heimsóknin sýni viðleitni Norður-Kóreu til að sækja sér aukna velvild í alheimssamfélaginu, auk efnahagslegs stuðnings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×