Lífið

Ágúst Bogason ræður sig til BSRB

Útvarpsmaðurinn Ágúst Bogason hefur ráðið sig sem kynningarfulltrúa BSRB. Hann hættir í útvarpinu með haustinu.
Útvarpsmaðurinn Ágúst Bogason hefur ráðið sig sem kynningarfulltrúa BSRB. Hann hættir í útvarpinu með haustinu. Mynd/Vilhelm
„Það var kominn tími til að breyta aðeins til,“ segir Ágúst Bogason, útvarpsmaðurinn góðkunni á Rás 2.

Ágúst hefur ráðið sig í starf upplýsingafulltrúa Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB. Þar tekur hann við af Kolbeini Óttarssyni Proppé, sem sinnt hafði starfinu í tæpt ár. Ágúst hefur stjórnað þættinum Hið opinbera á Rás 2 um tíma en ákvað að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi. Hann kveðst spenntur en segir starfið töluvert frábrugðið útvarpsvinnunni. „Þetta er allt annars eðlis og aðeins meira fullorðins, en verður vonandi skemmtilegt,“ segir Ágúst, sem hefur störf hjá BSRB um miðjan ágúst.

Ágúst hættir þó ekki strax með þáttinn. „Ég verð í útvarpinu eitthvað fram á haust, þarf að klára vissar skuldbindingar þar og svo set ég það bara aðeins í frí,“ segir Ágúst að lokum.

- ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.