Uppreisnarsveitir þrengja að Gaddafí 18. ágúst 2011 05:45 Uppreisnarmaður forðar sér undan skotum frá leyniskyttu á götum Savíja. nordicphotos/AFP Hörð átök brutust út í gær milli uppreisnarmanna og liðsveita Múammars Gaddafí í borginni Savíja, þar sem þeir börðust um yfirráð einu starfhæfu olíuhreinsistöðvar landsins. Savíja er skammt frá höfuðborginni Trípolí og sögðust uppreisnarmenn hafa náð að loka fyrir allt streymi olíu og gass til höfuðborgarinnar, þar sem Gaddafí hefst við ásamt helstu stuðningsmönnum sínum. Á laugardaginn var tókst uppreisnarmönnum að komast inn í Savíja úr bækistöðvum sínum í fjallahéruðunum vestan til í landinu og hafa síðan smám saman fikrað sig lengra inn í borgina. Þeir hafa veginn á milli Savíja og Trípolí á sínu valdi, og hafa því þrengt verulega að Gaddafí sem á nú erfitt með að fá bæði olíu, gas og aðrar nauðsynjar fluttar til höfuðborgarinnar. Þeir herja nú að höfuðborginni bæði úr vestri og suðri auk þess sem hersveitir NATO ráða lögum og lofum á hafinu fyrir norðan Trípolí, sem er á strönd Miðjarðarhafsins. Uppreisnarmenn ráða að mestu yfir austurhluta landsins og hafa stofnað bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí, þar sem uppreisnin hófst fyrir fimm mánuðum. Þeir eru vongóðir og segja aðeins fáeinar vikur í að Gaddafí-stjórnin falli. Leon Panetta, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist einnig telja að dagar Gaddafís séu brátt taldir. Gaddafí og liðsmönnum hans hefur engu að síður tekist að verjast falli mánuðum saman, mun lengur en bjartsýnustu raddir reiknuðu með þegar leiðtogar NATO-ríkjanna ákváðu að blanda sér í átökin seint í mars með loftárásum. Átökin um olíuhreinstöðina í Savíja hófust á þriðjudag, en strax á laugardag – eftir að uppreisnarmenn réðust fyrst inn í borgina – hófust viðræður þeirra við hermenn Gaddafís, sem eru í olíuhreinsistöðinni til að verja hana. Sumir þeirra gáfust upp á þriðjudag, flestir heimamenn í Savíja. Margir almennra starfsmanna stöðvarinnar fóru þaðan strax á fyrstu vikum borgarastríðsins, sem hófst um miðjan febrúar. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Hörð átök brutust út í gær milli uppreisnarmanna og liðsveita Múammars Gaddafí í borginni Savíja, þar sem þeir börðust um yfirráð einu starfhæfu olíuhreinsistöðvar landsins. Savíja er skammt frá höfuðborginni Trípolí og sögðust uppreisnarmenn hafa náð að loka fyrir allt streymi olíu og gass til höfuðborgarinnar, þar sem Gaddafí hefst við ásamt helstu stuðningsmönnum sínum. Á laugardaginn var tókst uppreisnarmönnum að komast inn í Savíja úr bækistöðvum sínum í fjallahéruðunum vestan til í landinu og hafa síðan smám saman fikrað sig lengra inn í borgina. Þeir hafa veginn á milli Savíja og Trípolí á sínu valdi, og hafa því þrengt verulega að Gaddafí sem á nú erfitt með að fá bæði olíu, gas og aðrar nauðsynjar fluttar til höfuðborgarinnar. Þeir herja nú að höfuðborginni bæði úr vestri og suðri auk þess sem hersveitir NATO ráða lögum og lofum á hafinu fyrir norðan Trípolí, sem er á strönd Miðjarðarhafsins. Uppreisnarmenn ráða að mestu yfir austurhluta landsins og hafa stofnað bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí, þar sem uppreisnin hófst fyrir fimm mánuðum. Þeir eru vongóðir og segja aðeins fáeinar vikur í að Gaddafí-stjórnin falli. Leon Panetta, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist einnig telja að dagar Gaddafís séu brátt taldir. Gaddafí og liðsmönnum hans hefur engu að síður tekist að verjast falli mánuðum saman, mun lengur en bjartsýnustu raddir reiknuðu með þegar leiðtogar NATO-ríkjanna ákváðu að blanda sér í átökin seint í mars með loftárásum. Átökin um olíuhreinstöðina í Savíja hófust á þriðjudag, en strax á laugardag – eftir að uppreisnarmenn réðust fyrst inn í borgina – hófust viðræður þeirra við hermenn Gaddafís, sem eru í olíuhreinsistöðinni til að verja hana. Sumir þeirra gáfust upp á þriðjudag, flestir heimamenn í Savíja. Margir almennra starfsmanna stöðvarinnar fóru þaðan strax á fyrstu vikum borgarastríðsins, sem hófst um miðjan febrúar. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira