3.200 athugasemdir við frumvarpsdrögin 21. júlí 2011 05:00 Ráðið reiknar með því að drögin taki miklum breytingum í umræðum og enn getur almenningur komið á framfæri athugasemdum. Mynd/gva Fulltrúar í Stjórnlagaráði hófu í gær umræður um drög að frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Fyrri umræða klárast í þessari viku og er vonast til þess að frumvarpi verði skilað til forseta Alþingis 29. júlí. Gert er ráð fyrir því að drögin taki miklum breytingum þar til frumvarpið verður tilbúið. Breytingartillögur voru bornar fram strax í gær og var einhverjum þeirra vísað til frekari umræðu í nefndum. Almenningur getur einnig áfram gert athugasemdir við frumvarpsdrögin, en í gær höfðu um 3.200 athugasemdir borist á vef ráðsins. Drög Stjórnlagaráðs að frumvarpi um stjórnarskrá eru í níu köflum og telja alls 111 stjórnarskrárákvæði. Núverandi stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er 81 grein í sjö köflum. Stjórnlagaráð telur mikilvægustu breytinguna í drögunum nú felast í því að þau hefjist á aðfaraorðum og að mannréttindakaflinn hafi verið færður framar. Hann er nú næst á eftir undirstöðum og vill ráðið með því leggja áherslu á mikilvægi þess að bæði tryggja vernd borgara fyrir ofríki stjórnvalda og undirstrika að allt vald komi frá þjóðinni. Einnig hefur kaflinn um Alþingi verið færður fram í þeim tilgangi að styrkja störf löggjafarvaldsins. Í mannréttindakaflanum er meðal annars kveðið á um vernd borgara gegn hvers kyns ofbeldi, innan heimilis og utan, og er kynferðisofbeldi sérstaklega nefnt sem dæmi. Þá er kveðið á um rétt barna, upplýsingarétt, frelsi fjölmiðla, menningar og mennta. Þá er kveðið á um að aldrei megi leiða í lög herskyldu hér á landi. Þjóðareignir sem tilheyra menningararfi má hvorki eyðileggja né afhenda samkvæmt drögunum. Breytingar eru gerðar á kosningum til Alþingis í drögunum og gert ráð fyrir jöfnun atkvæða. Þá má bjóða fram bæði kjördæmislista og landslista og mega kjósendur velja af báðum listum. Einnig er veitt heimild til að setja lög um að kjósa megi af listum fleiri en einna samtaka. Samkvæmt drögunum kýs þingið fimm menn til fimm ára í Lögréttu. Þingnefnd eða fimmtungur þingmanna getur óskað eftir áliti um hvort frumvarp samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum og má þá ekki afgreiða það fyrr en álit liggur fyrir. Tvö prósent kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi og 15 prósent geta lagt fram frumvarp til laga fyrir þingið. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Fulltrúar í Stjórnlagaráði hófu í gær umræður um drög að frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Fyrri umræða klárast í þessari viku og er vonast til þess að frumvarpi verði skilað til forseta Alþingis 29. júlí. Gert er ráð fyrir því að drögin taki miklum breytingum þar til frumvarpið verður tilbúið. Breytingartillögur voru bornar fram strax í gær og var einhverjum þeirra vísað til frekari umræðu í nefndum. Almenningur getur einnig áfram gert athugasemdir við frumvarpsdrögin, en í gær höfðu um 3.200 athugasemdir borist á vef ráðsins. Drög Stjórnlagaráðs að frumvarpi um stjórnarskrá eru í níu köflum og telja alls 111 stjórnarskrárákvæði. Núverandi stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er 81 grein í sjö köflum. Stjórnlagaráð telur mikilvægustu breytinguna í drögunum nú felast í því að þau hefjist á aðfaraorðum og að mannréttindakaflinn hafi verið færður framar. Hann er nú næst á eftir undirstöðum og vill ráðið með því leggja áherslu á mikilvægi þess að bæði tryggja vernd borgara fyrir ofríki stjórnvalda og undirstrika að allt vald komi frá þjóðinni. Einnig hefur kaflinn um Alþingi verið færður fram í þeim tilgangi að styrkja störf löggjafarvaldsins. Í mannréttindakaflanum er meðal annars kveðið á um vernd borgara gegn hvers kyns ofbeldi, innan heimilis og utan, og er kynferðisofbeldi sérstaklega nefnt sem dæmi. Þá er kveðið á um rétt barna, upplýsingarétt, frelsi fjölmiðla, menningar og mennta. Þá er kveðið á um að aldrei megi leiða í lög herskyldu hér á landi. Þjóðareignir sem tilheyra menningararfi má hvorki eyðileggja né afhenda samkvæmt drögunum. Breytingar eru gerðar á kosningum til Alþingis í drögunum og gert ráð fyrir jöfnun atkvæða. Þá má bjóða fram bæði kjördæmislista og landslista og mega kjósendur velja af báðum listum. Einnig er veitt heimild til að setja lög um að kjósa megi af listum fleiri en einna samtaka. Samkvæmt drögunum kýs þingið fimm menn til fimm ára í Lögréttu. Þingnefnd eða fimmtungur þingmanna getur óskað eftir áliti um hvort frumvarp samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum og má þá ekki afgreiða það fyrr en álit liggur fyrir. Tvö prósent kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi og 15 prósent geta lagt fram frumvarp til laga fyrir þingið. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira