3.200 athugasemdir við frumvarpsdrögin 21. júlí 2011 05:00 Ráðið reiknar með því að drögin taki miklum breytingum í umræðum og enn getur almenningur komið á framfæri athugasemdum. Mynd/gva Fulltrúar í Stjórnlagaráði hófu í gær umræður um drög að frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Fyrri umræða klárast í þessari viku og er vonast til þess að frumvarpi verði skilað til forseta Alþingis 29. júlí. Gert er ráð fyrir því að drögin taki miklum breytingum þar til frumvarpið verður tilbúið. Breytingartillögur voru bornar fram strax í gær og var einhverjum þeirra vísað til frekari umræðu í nefndum. Almenningur getur einnig áfram gert athugasemdir við frumvarpsdrögin, en í gær höfðu um 3.200 athugasemdir borist á vef ráðsins. Drög Stjórnlagaráðs að frumvarpi um stjórnarskrá eru í níu köflum og telja alls 111 stjórnarskrárákvæði. Núverandi stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er 81 grein í sjö köflum. Stjórnlagaráð telur mikilvægustu breytinguna í drögunum nú felast í því að þau hefjist á aðfaraorðum og að mannréttindakaflinn hafi verið færður framar. Hann er nú næst á eftir undirstöðum og vill ráðið með því leggja áherslu á mikilvægi þess að bæði tryggja vernd borgara fyrir ofríki stjórnvalda og undirstrika að allt vald komi frá þjóðinni. Einnig hefur kaflinn um Alþingi verið færður fram í þeim tilgangi að styrkja störf löggjafarvaldsins. Í mannréttindakaflanum er meðal annars kveðið á um vernd borgara gegn hvers kyns ofbeldi, innan heimilis og utan, og er kynferðisofbeldi sérstaklega nefnt sem dæmi. Þá er kveðið á um rétt barna, upplýsingarétt, frelsi fjölmiðla, menningar og mennta. Þá er kveðið á um að aldrei megi leiða í lög herskyldu hér á landi. Þjóðareignir sem tilheyra menningararfi má hvorki eyðileggja né afhenda samkvæmt drögunum. Breytingar eru gerðar á kosningum til Alþingis í drögunum og gert ráð fyrir jöfnun atkvæða. Þá má bjóða fram bæði kjördæmislista og landslista og mega kjósendur velja af báðum listum. Einnig er veitt heimild til að setja lög um að kjósa megi af listum fleiri en einna samtaka. Samkvæmt drögunum kýs þingið fimm menn til fimm ára í Lögréttu. Þingnefnd eða fimmtungur þingmanna getur óskað eftir áliti um hvort frumvarp samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum og má þá ekki afgreiða það fyrr en álit liggur fyrir. Tvö prósent kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi og 15 prósent geta lagt fram frumvarp til laga fyrir þingið. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Fulltrúar í Stjórnlagaráði hófu í gær umræður um drög að frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Fyrri umræða klárast í þessari viku og er vonast til þess að frumvarpi verði skilað til forseta Alþingis 29. júlí. Gert er ráð fyrir því að drögin taki miklum breytingum þar til frumvarpið verður tilbúið. Breytingartillögur voru bornar fram strax í gær og var einhverjum þeirra vísað til frekari umræðu í nefndum. Almenningur getur einnig áfram gert athugasemdir við frumvarpsdrögin, en í gær höfðu um 3.200 athugasemdir borist á vef ráðsins. Drög Stjórnlagaráðs að frumvarpi um stjórnarskrá eru í níu köflum og telja alls 111 stjórnarskrárákvæði. Núverandi stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er 81 grein í sjö köflum. Stjórnlagaráð telur mikilvægustu breytinguna í drögunum nú felast í því að þau hefjist á aðfaraorðum og að mannréttindakaflinn hafi verið færður framar. Hann er nú næst á eftir undirstöðum og vill ráðið með því leggja áherslu á mikilvægi þess að bæði tryggja vernd borgara fyrir ofríki stjórnvalda og undirstrika að allt vald komi frá þjóðinni. Einnig hefur kaflinn um Alþingi verið færður fram í þeim tilgangi að styrkja störf löggjafarvaldsins. Í mannréttindakaflanum er meðal annars kveðið á um vernd borgara gegn hvers kyns ofbeldi, innan heimilis og utan, og er kynferðisofbeldi sérstaklega nefnt sem dæmi. Þá er kveðið á um rétt barna, upplýsingarétt, frelsi fjölmiðla, menningar og mennta. Þá er kveðið á um að aldrei megi leiða í lög herskyldu hér á landi. Þjóðareignir sem tilheyra menningararfi má hvorki eyðileggja né afhenda samkvæmt drögunum. Breytingar eru gerðar á kosningum til Alþingis í drögunum og gert ráð fyrir jöfnun atkvæða. Þá má bjóða fram bæði kjördæmislista og landslista og mega kjósendur velja af báðum listum. Einnig er veitt heimild til að setja lög um að kjósa megi af listum fleiri en einna samtaka. Samkvæmt drögunum kýs þingið fimm menn til fimm ára í Lögréttu. Þingnefnd eða fimmtungur þingmanna getur óskað eftir áliti um hvort frumvarp samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum og má þá ekki afgreiða það fyrr en álit liggur fyrir. Tvö prósent kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi og 15 prósent geta lagt fram frumvarp til laga fyrir þingið. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent