Atvinnuleysistölur koma ráðherra ekki á óvart 21. júlí 2011 12:22 Mynd/Anton Brink Efnahags og viðskiptaráðherra segir atvinnuleysi nú ekki verra en búist var við miðað við hagsveifluna. Það sé undir okkur sjálfum komið hversu hratt okkur tekst að vinna á langtíma atvinnuleysi. Hagstofan kynnti í gær tölur um atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi og sýna þær meðal annars að atvinnuleysi sé nú 8,5 prósent og að störfum hafi fjölgað lítillega milli ára. Þá hafa tæplega fjögurþúsund manns verið án vinnu í ár eða lengur og fimmti hver atvinnulaus er á aldrinum 16-24 ára. Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra, segir tölurnar ekki koma sér á óvart. „Þetta eru tölur sem að eru alveg í samræmi við það sem búist var við á þessum stað í hagssveiflunni." Mikill slaki hafi verið í hagkerfinu í talsverðan tíma og fyrirtæki verið hvött til þess að segja ekki upp fólki til dæmis með rausnarlegu hlutabótakerfi. „Þess vegna er mikil framleiðslugeta í fyrirtækjunum ónýtt og þau hafa því mikið svigrúm til að auka við sig umsvif án þess að ráða nýtt fólk." Hann segir atvinnuleysi meðal ungs fólks vera áhyggjuefni og því hafi mikið fé verið lagt í að tryggja atvinnutækifæri fyrir ungt fólk. „Vandi þeirra er fyrst og fremst skortur á skólagöngu og það er mjög mikilvægt að auka á hæfni þeirra núna þannig að þau verði betur í stakk búin til að taka ný störf, betur launuð og krefjast meiri þekkingar og menntunar á síðari stigum." Þá segir Árni Páll það undir okkur sjálfum komið hversu lengi við þurfum að glíma við langtímatvinnuleysi. „Getum við komið kröftugum sjálfbærum hagvexti af stað fljótt og þar með stytt tímann sem við þurfum að glíma við mikið atvinnuleysi, það er stóra spurningin," segir Árni Páll. Tengdar fréttir Atvinnuleysið 8,5% á öðrum ársfjórðungi Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru að meðaltali 15.800 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 8,5% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,5% hjá körlum og 7,4% hjá konum. Frá öðrum ársfjórðungi 2010 til annars ársfjórðungs 2011 fækkaði atvinnulausum um 400 manns. 20. júlí 2011 09:02 Atvinnuleysi meira en í tölum Vinnumálastofnunar Langtímaatvinnuleysi hefur tekið stökk á milli ára, þrátt fyrir fullyrðingar um að efnahagsbatinn sé hafinn í landinu. 15.800 manns voru atvinnulausir á öðrum fjórðungi ársins. 20. júlí 2011 13:00 Störfum fjölgar ekki, atvinnuleysi enn mikið Störfum hefur ekki fjölgað í hagkerfinu, þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um að efnahagsbatinn sé hafinn. Óvíst er hvort fyrirtæki ráði fleiri starfsmenn á næstu misserum, jafnvel þó hagvöxtur taki kipp. 20. júlí 2011 19:15 Nær 4.000 án vinnu í ár eða lengur Fólki sem verið hefur án atvinnu í eitt ár eða lengur fjölgar verulega milli ára. Um 3.900 höfðu verið atvinnulausir svo lengi að meðaltali á öðrum ársfjórðungi 2011, en á síðasta ári voru 2.700 í þeirri stöðu, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. 21. júlí 2011 08:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Efnahags og viðskiptaráðherra segir atvinnuleysi nú ekki verra en búist var við miðað við hagsveifluna. Það sé undir okkur sjálfum komið hversu hratt okkur tekst að vinna á langtíma atvinnuleysi. Hagstofan kynnti í gær tölur um atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi og sýna þær meðal annars að atvinnuleysi sé nú 8,5 prósent og að störfum hafi fjölgað lítillega milli ára. Þá hafa tæplega fjögurþúsund manns verið án vinnu í ár eða lengur og fimmti hver atvinnulaus er á aldrinum 16-24 ára. Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra, segir tölurnar ekki koma sér á óvart. „Þetta eru tölur sem að eru alveg í samræmi við það sem búist var við á þessum stað í hagssveiflunni." Mikill slaki hafi verið í hagkerfinu í talsverðan tíma og fyrirtæki verið hvött til þess að segja ekki upp fólki til dæmis með rausnarlegu hlutabótakerfi. „Þess vegna er mikil framleiðslugeta í fyrirtækjunum ónýtt og þau hafa því mikið svigrúm til að auka við sig umsvif án þess að ráða nýtt fólk." Hann segir atvinnuleysi meðal ungs fólks vera áhyggjuefni og því hafi mikið fé verið lagt í að tryggja atvinnutækifæri fyrir ungt fólk. „Vandi þeirra er fyrst og fremst skortur á skólagöngu og það er mjög mikilvægt að auka á hæfni þeirra núna þannig að þau verði betur í stakk búin til að taka ný störf, betur launuð og krefjast meiri þekkingar og menntunar á síðari stigum." Þá segir Árni Páll það undir okkur sjálfum komið hversu lengi við þurfum að glíma við langtímatvinnuleysi. „Getum við komið kröftugum sjálfbærum hagvexti af stað fljótt og þar með stytt tímann sem við þurfum að glíma við mikið atvinnuleysi, það er stóra spurningin," segir Árni Páll.
Tengdar fréttir Atvinnuleysið 8,5% á öðrum ársfjórðungi Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru að meðaltali 15.800 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 8,5% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,5% hjá körlum og 7,4% hjá konum. Frá öðrum ársfjórðungi 2010 til annars ársfjórðungs 2011 fækkaði atvinnulausum um 400 manns. 20. júlí 2011 09:02 Atvinnuleysi meira en í tölum Vinnumálastofnunar Langtímaatvinnuleysi hefur tekið stökk á milli ára, þrátt fyrir fullyrðingar um að efnahagsbatinn sé hafinn í landinu. 15.800 manns voru atvinnulausir á öðrum fjórðungi ársins. 20. júlí 2011 13:00 Störfum fjölgar ekki, atvinnuleysi enn mikið Störfum hefur ekki fjölgað í hagkerfinu, þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um að efnahagsbatinn sé hafinn. Óvíst er hvort fyrirtæki ráði fleiri starfsmenn á næstu misserum, jafnvel þó hagvöxtur taki kipp. 20. júlí 2011 19:15 Nær 4.000 án vinnu í ár eða lengur Fólki sem verið hefur án atvinnu í eitt ár eða lengur fjölgar verulega milli ára. Um 3.900 höfðu verið atvinnulausir svo lengi að meðaltali á öðrum ársfjórðungi 2011, en á síðasta ári voru 2.700 í þeirri stöðu, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. 21. júlí 2011 08:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Atvinnuleysið 8,5% á öðrum ársfjórðungi Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru að meðaltali 15.800 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 8,5% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,5% hjá körlum og 7,4% hjá konum. Frá öðrum ársfjórðungi 2010 til annars ársfjórðungs 2011 fækkaði atvinnulausum um 400 manns. 20. júlí 2011 09:02
Atvinnuleysi meira en í tölum Vinnumálastofnunar Langtímaatvinnuleysi hefur tekið stökk á milli ára, þrátt fyrir fullyrðingar um að efnahagsbatinn sé hafinn í landinu. 15.800 manns voru atvinnulausir á öðrum fjórðungi ársins. 20. júlí 2011 13:00
Störfum fjölgar ekki, atvinnuleysi enn mikið Störfum hefur ekki fjölgað í hagkerfinu, þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um að efnahagsbatinn sé hafinn. Óvíst er hvort fyrirtæki ráði fleiri starfsmenn á næstu misserum, jafnvel þó hagvöxtur taki kipp. 20. júlí 2011 19:15
Nær 4.000 án vinnu í ár eða lengur Fólki sem verið hefur án atvinnu í eitt ár eða lengur fjölgar verulega milli ára. Um 3.900 höfðu verið atvinnulausir svo lengi að meðaltali á öðrum ársfjórðungi 2011, en á síðasta ári voru 2.700 í þeirri stöðu, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. 21. júlí 2011 08:00