Erlent

Strauss-Kahn í viðtal

Dominique Strauss-Kahn mun koma fram í sjónvarpsviðtali í kvöld - í fyrsta sinn eftir að fallið var frá ákæru á hendur honum fyrir að nauðga herbergisþernu á hóteli í NewYork.

Strauss-Kahn, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun verða gestur í fréttaskýringaþætti á frönsku sjónvarpsstöðinni TF1 þar sem Claire Chazal, vinkona eiginkonu Strauss-Kahn, mun taka við hann viðtal.

Lögmaður herbergisþernunnar í New York, segja Strauss-Kahn þurfa að svara ágengnum spurningum fréttamannsins, annars sé ljóst að um skipulagða upphafningu á mannorði hans sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×