Erlent

Suu Kyi merkir jákvæðar breytingar í Búrma

Aung San Suu Kyi.
Aung San Suu Kyi. Mynd/AFP
Friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi segir loks vera merki um stjórnarfarslegar breytingar í Búrma. Hún tekur þó fram að fólk landsins sé enn langt því frá raunverulega frjálst.

„Það er enn langt í land, en ég held það hafi orðið jákvæðar breytingar," sagði Suu Kyi. Hún kvað það sína skoðun að uppreisn í anda miðaustur-landa væri ekki rétta lausnin fyrir landið.

Landinu hefur verið haldið í járnklóm einræðisherra og hervalda í hartnær öld, en nú virðist nýkjörin stjórn forsetans Thein Sein hyggja á breytingar. Meðal annars hefur stjórnin tekið upp mildari stefnu gagnvart andstæðingum sínum, þar með talið Suu Kyi.

Ritskoðunarstefna landsins er meðla þeirra ströngustu sem þekkjast og löggjöf sem bannar vefsíður mjög yfirgripsmikil. Í síðustu viku opnuðust hins vegar vefsíður sem áður voru bannaðar í landinu, m.a. fréttamiðill BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×