Erlent

Strauss-Kahn segist hafa brugðist siðferðilega

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Strauss-Kahn tjáði sig um einkamál sín í dag.
Strauss-Kahn tjáði sig um einkamál sín í dag. Mynd/ AFP
Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segist hafa brugðist siðferðisgildum þegar hann átti samskipti við herbergisþernu á hóteli í New York í maí. Hótelþernan sakaði Strauss-Kahn um kynferðislegt ofbeldi. Nú, fjórum mánuðum eftir að ásakanirnar komu fyrst upp, hefur Strauss-Kahn tjáð sig við fjölmiðla.

Strauss-Kahn segist ekki hafa beitt konuna ofbeldi. Hann segist heldur ekki hafa beitt rithöfund, sem sakar Strauss-Kahn um nauðgun á árinu 2003, ofbeldi.

„Ég brást siðferðilega og ég er ekki stoltur af því. Ég sé mjög mikið eftir því. Ég hef hugsað um þetta með eftirsjá á hverjum degi í fjóra mánuði og ég held að ég muni enn sjá eftir þessu,“ sagði Strauss-Kahn við TF1 í Frakklandi.  

„Þetta var ekki bara óviðeigandi samband, heldur mistök,“ sagði Strauss-Kahn og bætti því við að hann hefði brugðist eiginkonu sinni, börnum og vinum, en einnig frönsku þjóðinni.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×