Erlent

Emmyverðlaunin afhent í nótt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brandari Alecs þótti óviðeigandi.
Brandari Alecs þótti óviðeigandi. Mynd/ AFP.
Emmyverðlaunin verða afhent í Nokia kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Mikið hefur farið fyrir stórstjörnunum í Hollywood í kvöld þegar þau gengu inn rauða dregilinn.

AP fréttastofan segir frá því að Alec Baldwin hafi gert grínmyndskeið sem til stóð að sýna á hátíðinni. Þegar í ljós kom að einn af bröndurunum sem Baldwin sagði á myndskeiðinu sneri að símhlerunarhneykslinu sem skók blaðið News of the World og útgáfufyrirtækið News Corp var ákveðið að klippa betur atriðið Baldwin.

Ástæðan er sú að Emmyverðlaunin eru send út á sjónvarpsstöðinni Fox. Sú sjónvarpsstöð er rekin af News Corp, sama fyrirtæki og gaf út News of the World.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×