Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG er ekki sáttur við vinnubrögð félaga sinna í þingflokki VG en í gær var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sett af sem þingflokksformaður. Árni Þór Sigurðsson var kjörinn formaður í hennar stað en Guðfríður Lilja var að snúa til baka úr fæðingarorlofi.
Á Facebook síðu sína skrifar Ásmundur: „Á fyrsta fundi eftir fæðingarorlof er Guðfríður Lilja sett af. Hún hefur staðið sig vel í þessu embætti, það var í það minnsta ekki brottfall úr þinflokknum á hennar vakt. ÓTRÚLEG vinnubrögð!“
Ásmundur Einar: "Ótrúleg vinnubrögð"
