Niðurskurður ógnar flugöryggi á Íslandi 31. mars 2011 21:36 Flugvélar. Myndin er úr safni. Mynd / Hilmar Bragi „Helstu áhættuþættir flugs á Íslandi í dag eru að mínu mati tengdir hinu opinbera, þar á meðal innanríkisráðuneytinu, rekstrarfélagi flugumferðarþjónustu og flugvalla á Íslandi – ISAVIA og Landhelgisgæslu Íslands og því fjárhagsumhverfi sem þessum stofnunum er gert að vinna í," skrifar Kári Kárason, fráfarandi formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), í fréttablað félagsins. Kári er áhyggjufullur yfir niðurskurði í öryggismálum sem hann segir í raun miskunnarlausan. Niðurskurðurinn hafi meðal annars orðið til þess að flugvöllum hafi verið lokað, sem leiði af sér færrri lendingarstaði fyrir loftför í hrakningum. Kári skrifar í grein sína að innanríkisráðuneytinu skorti sérþekkingu á flugi. Sjálfur skrifar Kári af reynslu þegar hann segir að vindpoki, sem hafði verið tekinn niður á Keflavíkurflugveli án nokkurra ráðstafanna, hafi leitt í ljós að starfsmenn flugvallarins töldu ekki þörf á að láta neinn vita af þessu og áttu ekki vindpoka til vara þar sem niðurskurður væri mikill á öllum sviðum að þeirra sögn. Til útskýringar skrifar Kári, og ávarpar félagsmenn. „Allir okkar þekkja aðstæður í sterkum vindi við braut 11 í Keflavík, vindur þar er ekki sá sami og við miðjan völl og alls ekki sá sami og meðaltalsmælar turnsins sýna. Áhyggjuefnið er kannski ekki það að rekstraraðili flugvallarins hafði ekki efni á nýjum vindpoka, heldur viðhorf þessara aðila til almenns flugöryggis og kannski þekkingarleysis þeirra á okkar aðstæðum." Kári tekur bætir svo um betur og skrifar: „Hundruðum milljóna króna er veitt í sí-aukna flugvernd á Keflavíkurflugvelli, það eru ráðnir fleiri öryggisverðir og fjárfest í nýjum gegnumlýsingarbúnaði fyrir hundruð milljóna á næstu árum. Þetta þykir ekkert tiltökumál. Hærri skattar á farþega eiga að leysa málið. Hvort að þeir dugi til að kaupa auka sett af vindpokum skal ósagt látið - en flugmenn verða að láta í sér heyra ef við eigum að veita þessari þróun viðspyrnu. Flugvernd er góðra gjalda verð, en almennt flugöryggi má ekki líða fyrir ofuráherslu á flugvernd. Hvet ég alla flugmenn til að hafa augun opin og greina hættur í aðstæðum sem þessum enda er það skylda okkar að vara aðra flugmenn við áhættunni sem af þessu stafar." Hægt er að nálgast fréttabréf FÍA hér. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
„Helstu áhættuþættir flugs á Íslandi í dag eru að mínu mati tengdir hinu opinbera, þar á meðal innanríkisráðuneytinu, rekstrarfélagi flugumferðarþjónustu og flugvalla á Íslandi – ISAVIA og Landhelgisgæslu Íslands og því fjárhagsumhverfi sem þessum stofnunum er gert að vinna í," skrifar Kári Kárason, fráfarandi formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), í fréttablað félagsins. Kári er áhyggjufullur yfir niðurskurði í öryggismálum sem hann segir í raun miskunnarlausan. Niðurskurðurinn hafi meðal annars orðið til þess að flugvöllum hafi verið lokað, sem leiði af sér færrri lendingarstaði fyrir loftför í hrakningum. Kári skrifar í grein sína að innanríkisráðuneytinu skorti sérþekkingu á flugi. Sjálfur skrifar Kári af reynslu þegar hann segir að vindpoki, sem hafði verið tekinn niður á Keflavíkurflugveli án nokkurra ráðstafanna, hafi leitt í ljós að starfsmenn flugvallarins töldu ekki þörf á að láta neinn vita af þessu og áttu ekki vindpoka til vara þar sem niðurskurður væri mikill á öllum sviðum að þeirra sögn. Til útskýringar skrifar Kári, og ávarpar félagsmenn. „Allir okkar þekkja aðstæður í sterkum vindi við braut 11 í Keflavík, vindur þar er ekki sá sami og við miðjan völl og alls ekki sá sami og meðaltalsmælar turnsins sýna. Áhyggjuefnið er kannski ekki það að rekstraraðili flugvallarins hafði ekki efni á nýjum vindpoka, heldur viðhorf þessara aðila til almenns flugöryggis og kannski þekkingarleysis þeirra á okkar aðstæðum." Kári tekur bætir svo um betur og skrifar: „Hundruðum milljóna króna er veitt í sí-aukna flugvernd á Keflavíkurflugvelli, það eru ráðnir fleiri öryggisverðir og fjárfest í nýjum gegnumlýsingarbúnaði fyrir hundruð milljóna á næstu árum. Þetta þykir ekkert tiltökumál. Hærri skattar á farþega eiga að leysa málið. Hvort að þeir dugi til að kaupa auka sett af vindpokum skal ósagt látið - en flugmenn verða að láta í sér heyra ef við eigum að veita þessari þróun viðspyrnu. Flugvernd er góðra gjalda verð, en almennt flugöryggi má ekki líða fyrir ofuráherslu á flugvernd. Hvet ég alla flugmenn til að hafa augun opin og greina hættur í aðstæðum sem þessum enda er það skylda okkar að vara aðra flugmenn við áhættunni sem af þessu stafar." Hægt er að nálgast fréttabréf FÍA hér.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira