Innlent

Árni Johnsen styður málstað Priyönku

SB skrifar
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Ég myndi styðja það að veita henni íslenskan ríkisborgararétt," segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins um mál Priyönku Thapa, nepalskrar stúlku sem berst fyrir íslenskum ríkisborgararétt.. Árni lagði á dögunum fram frumvarp um að veita norskri konu íslenskan ríkisborgararétt sem var ólöglegur innflytjandi í landinu.

Norska konan, Madina Salamova, var ólöglegur innflytjandi í Noregi frá unga aldri. Hún skrifaði bók um reynslu sína og naut mikillar samúðar í landinu. Engu að síður ákváðu norsk stjórnvöld að vísa henni úr landi. Árni Johnsen kom Madinu til bjargar en lögmaður Madinu lýsti því yfir að hún kærði sig lítið um þessa hjálp úr óvæntu átt.

Í dag ræddi Vísir við Þórólf Gunnarsson en nepalska stúlkan Priyanka Thapa hefur síðasta ár barist fyrir því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Priyanka stundar nám við Keili, talar íslensku og segir að í Nepal bíði hennar ömurleg örlög.

„Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður - í raun bara þrældómur,"sagði Priyanka í samtali við Fréttablaðið.

Þórólfur sagðist einnig hafa undrast þegar Árni Johnsen hóf baráttu sína fyrir hinni norsku konu sem engan áhuga hafði á því að koma til Íslands og spurði hvort hann hefði í raun kynnt sér málefni Priyönku.

Árni Johnsen segir mál Priyönku dæmi um þegar fólk aðlagast íslensku samfélagi og það eigi að meta því til tekna. „Mál hennar er gott dæmi um það þegar fólk samlagast vel okkar aðstæðum. Svona reynslu eiga menn að virða. Í heild á að fara varlega í þessa hluti en ég velkist ekki í vafa um að það eigi að veita henni íslenskan ríkisborgararétt og myndi styðja það."


















Tengdar fréttir

Hvetja Árna Johnsen að styðja Priyönku

Au Pair fjölskylda Priyönku Thapa, nepalskrar stúlku sem barist hefur fyrir því að verða ekki send úr landi, undrast það að útlendingum, sem engan áhuga hafa á Íslandi, sé boðinn ríkisborgararéttur en Priyönku ekki.

Vill ekki verða þræll í Nepal

Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun bara þrældómur,“ segir Priyanka Thapa, 22 ára gamall Nepalbúi sem búið hefur á Íslandi síðastliðið ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×