Erlent

Fílskálfar leika sér í uppblásinni sundlaug - samtals 770 kíló

Fílskálfarnir Baylor og Tupelo búa í dýragarðinum í Houston í Bandaríkjum. Þeir eru báðir innan við árs gamlir, Baylor sem er tarfur fæddist í maí 2010 en Tupelo sem er kvíga fæddist í október. Hún var heil 124 kíló þegar hún fæddist og er nú orðin um 270 kíló. Baylor er öllu fyrirferðarmeiri, enda eldri, og orðinn 500 kíló.

Baylor og Tupelo hafa gaman af því að leika sér í uppblásinni sundlaug sem starfsmenn dýragarðsins fylla reglulega af vatni fyrir þau.

Myndband af leik þeirra má sjá með því að smella á tengilinn hér að ofan.

Reyndar er það svo að fyrst léku þeir sér alltaf í uppblásinni barnasundlaug sem vegna fyrirferðar fílskálfanna hreinlega sprakk eftir aðeins örfáar mínútur. Nú fá þeir því að leika sér í fjölskyldusundlaug, og er þar átt við mennska fjölskyldu, sem dugar þeim í allt að fimm skipti áður en hún springur.  

Baylor og Tupelo hafa sérstaklega gaman af því að komast í bað þegar heitt er í veðri. Gestir dýragarðsins fylgjast iðulega spenntir með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×