Gullfoss hefur verið valinn einn af tíu fallegustu fossum heims á ferðasíðu CNN fréttastofunnar. Fossinn er þar í hópi heimsfrægra ferðamannastaða á borð við Niagara fossana, Viktoríufossa í Afríku og Englafossa í Venesúela sem eru þeir hæstu í heimi. Gullfos er sagður einn óvenjulegasti foss heimsins. Bent er á að hann sé eiginlega á tveimur hæðum og þrátt fyrir að fossarnir tveir séu ekki sérstaklega háir eru þeir óviðjafnanleg sjón að mati blaðamannsins.
Gullfoss á meðal fallegustu fossa heims
