Ræðst á næstu dögum 12. janúar 2011 19:14 Gylfi Arnbjörnsson. Mynd/Anton Brink Forseti Alþýðusambandsins segir það verða að ráðast á næstu einni til tveimur vikum hvort samstaða næst um kjarasamninga á breiðum grundvelli með aðkomu stjórnvalda. Hugmyndir vinnuveitenda um kauphækkanir séu langt frá því sem hægt sé að sætta sig við. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að koma þurfi hjólum atvinnulífsins á hraðari snúning með því að auka fjárfestingar og framkvæmdir, þannig að eyða megi atvinnuleysi og auka arðsemi fyrirtækja. Forysta Samtaka atvinnulífsins kynnti formönnum stjórnarflokkanna í dag auk þess hugmyndir sínar um samræmda kjarasamninga til þriggja ára, afnám gjaldeyrishafta, lækkun ýmissa skatta og gjalda á fyrirtæki, sátt um sjávarútvegskerfið og fleira sem forsendur samninga til langs tíma. Fjárfesting í atvinnulífinu sé meginforsendan. „Ekki að fara á neyslufyllerí. Ekki vera með hallarekstur á ríkissjóði heldur að oma atvinnulífinu að stað með auknum fjárfestingum. Í framhaldi á því aukist atvinna og við séum líka að undirbyggja ný samkeppnishæf störf til lengri tíma," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar til lengri tíma sé ein megin forsenda þess að koma fjárfestingum af stað. „Síðan er fullt af hlutum sem snúa af stjórnvöldum sem þurfa að koma þarna inn. Fyrst og fremst að spurningin um að fjármagnsmarkaðarnir á Íslandi fari að fúnkera almennilega og fyrirtæki fái eðlilegan aðgang að lánsfé, bæði innlendu og erlendu," segir Vilhjálmur. Verkalýðsforystan er líka með kröfur á ríkið varðandi verðtryggingu persónufrádráttar, samræmingu lífeyrisréttinda og fleira. En hugmyndir vinnuveitenda um 7-8 prósenta launahækkanir á þremur árum falla í grýttan jarðveg. „Það er orðin óþreyja og menn vilja fara að sjá einhverja þróun gerast í þessu. Ég held að við höfum fram í næstu viku til að draga þessar línur upp," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ef það takist ekki verði ekkert að samræmdum kjarasamningum til langs tíma. „Þá ég á von á því að menn fari að horfa til skemmri tíma og semji til haustsins," segir Gylfi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir stjórnvöld reiðubúin til samstarfs, enda sé friður á vinnumarkaði mikilvægur við uppbygginguna. „En hins vegar er fjárhagslegt svigrúm ríkisins til að taka á sig mikil sértæk útgjöld vegna kjarasamninga ekki mikið." Tengdar fréttir ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20 Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05 Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir það verða að ráðast á næstu einni til tveimur vikum hvort samstaða næst um kjarasamninga á breiðum grundvelli með aðkomu stjórnvalda. Hugmyndir vinnuveitenda um kauphækkanir séu langt frá því sem hægt sé að sætta sig við. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að koma þurfi hjólum atvinnulífsins á hraðari snúning með því að auka fjárfestingar og framkvæmdir, þannig að eyða megi atvinnuleysi og auka arðsemi fyrirtækja. Forysta Samtaka atvinnulífsins kynnti formönnum stjórnarflokkanna í dag auk þess hugmyndir sínar um samræmda kjarasamninga til þriggja ára, afnám gjaldeyrishafta, lækkun ýmissa skatta og gjalda á fyrirtæki, sátt um sjávarútvegskerfið og fleira sem forsendur samninga til langs tíma. Fjárfesting í atvinnulífinu sé meginforsendan. „Ekki að fara á neyslufyllerí. Ekki vera með hallarekstur á ríkissjóði heldur að oma atvinnulífinu að stað með auknum fjárfestingum. Í framhaldi á því aukist atvinna og við séum líka að undirbyggja ný samkeppnishæf störf til lengri tíma," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar til lengri tíma sé ein megin forsenda þess að koma fjárfestingum af stað. „Síðan er fullt af hlutum sem snúa af stjórnvöldum sem þurfa að koma þarna inn. Fyrst og fremst að spurningin um að fjármagnsmarkaðarnir á Íslandi fari að fúnkera almennilega og fyrirtæki fái eðlilegan aðgang að lánsfé, bæði innlendu og erlendu," segir Vilhjálmur. Verkalýðsforystan er líka með kröfur á ríkið varðandi verðtryggingu persónufrádráttar, samræmingu lífeyrisréttinda og fleira. En hugmyndir vinnuveitenda um 7-8 prósenta launahækkanir á þremur árum falla í grýttan jarðveg. „Það er orðin óþreyja og menn vilja fara að sjá einhverja þróun gerast í þessu. Ég held að við höfum fram í næstu viku til að draga þessar línur upp," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ef það takist ekki verði ekkert að samræmdum kjarasamningum til langs tíma. „Þá ég á von á því að menn fari að horfa til skemmri tíma og semji til haustsins," segir Gylfi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir stjórnvöld reiðubúin til samstarfs, enda sé friður á vinnumarkaði mikilvægur við uppbygginguna. „En hins vegar er fjárhagslegt svigrúm ríkisins til að taka á sig mikil sértæk útgjöld vegna kjarasamninga ekki mikið."
Tengdar fréttir ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20 Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05 Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20
Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05
Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58