Ræðst á næstu dögum 12. janúar 2011 19:14 Gylfi Arnbjörnsson. Mynd/Anton Brink Forseti Alþýðusambandsins segir það verða að ráðast á næstu einni til tveimur vikum hvort samstaða næst um kjarasamninga á breiðum grundvelli með aðkomu stjórnvalda. Hugmyndir vinnuveitenda um kauphækkanir séu langt frá því sem hægt sé að sætta sig við. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að koma þurfi hjólum atvinnulífsins á hraðari snúning með því að auka fjárfestingar og framkvæmdir, þannig að eyða megi atvinnuleysi og auka arðsemi fyrirtækja. Forysta Samtaka atvinnulífsins kynnti formönnum stjórnarflokkanna í dag auk þess hugmyndir sínar um samræmda kjarasamninga til þriggja ára, afnám gjaldeyrishafta, lækkun ýmissa skatta og gjalda á fyrirtæki, sátt um sjávarútvegskerfið og fleira sem forsendur samninga til langs tíma. Fjárfesting í atvinnulífinu sé meginforsendan. „Ekki að fara á neyslufyllerí. Ekki vera með hallarekstur á ríkissjóði heldur að oma atvinnulífinu að stað með auknum fjárfestingum. Í framhaldi á því aukist atvinna og við séum líka að undirbyggja ný samkeppnishæf störf til lengri tíma," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar til lengri tíma sé ein megin forsenda þess að koma fjárfestingum af stað. „Síðan er fullt af hlutum sem snúa af stjórnvöldum sem þurfa að koma þarna inn. Fyrst og fremst að spurningin um að fjármagnsmarkaðarnir á Íslandi fari að fúnkera almennilega og fyrirtæki fái eðlilegan aðgang að lánsfé, bæði innlendu og erlendu," segir Vilhjálmur. Verkalýðsforystan er líka með kröfur á ríkið varðandi verðtryggingu persónufrádráttar, samræmingu lífeyrisréttinda og fleira. En hugmyndir vinnuveitenda um 7-8 prósenta launahækkanir á þremur árum falla í grýttan jarðveg. „Það er orðin óþreyja og menn vilja fara að sjá einhverja þróun gerast í þessu. Ég held að við höfum fram í næstu viku til að draga þessar línur upp," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ef það takist ekki verði ekkert að samræmdum kjarasamningum til langs tíma. „Þá ég á von á því að menn fari að horfa til skemmri tíma og semji til haustsins," segir Gylfi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir stjórnvöld reiðubúin til samstarfs, enda sé friður á vinnumarkaði mikilvægur við uppbygginguna. „En hins vegar er fjárhagslegt svigrúm ríkisins til að taka á sig mikil sértæk útgjöld vegna kjarasamninga ekki mikið." Tengdar fréttir ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20 Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05 Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir það verða að ráðast á næstu einni til tveimur vikum hvort samstaða næst um kjarasamninga á breiðum grundvelli með aðkomu stjórnvalda. Hugmyndir vinnuveitenda um kauphækkanir séu langt frá því sem hægt sé að sætta sig við. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að koma þurfi hjólum atvinnulífsins á hraðari snúning með því að auka fjárfestingar og framkvæmdir, þannig að eyða megi atvinnuleysi og auka arðsemi fyrirtækja. Forysta Samtaka atvinnulífsins kynnti formönnum stjórnarflokkanna í dag auk þess hugmyndir sínar um samræmda kjarasamninga til þriggja ára, afnám gjaldeyrishafta, lækkun ýmissa skatta og gjalda á fyrirtæki, sátt um sjávarútvegskerfið og fleira sem forsendur samninga til langs tíma. Fjárfesting í atvinnulífinu sé meginforsendan. „Ekki að fara á neyslufyllerí. Ekki vera með hallarekstur á ríkissjóði heldur að oma atvinnulífinu að stað með auknum fjárfestingum. Í framhaldi á því aukist atvinna og við séum líka að undirbyggja ný samkeppnishæf störf til lengri tíma," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar til lengri tíma sé ein megin forsenda þess að koma fjárfestingum af stað. „Síðan er fullt af hlutum sem snúa af stjórnvöldum sem þurfa að koma þarna inn. Fyrst og fremst að spurningin um að fjármagnsmarkaðarnir á Íslandi fari að fúnkera almennilega og fyrirtæki fái eðlilegan aðgang að lánsfé, bæði innlendu og erlendu," segir Vilhjálmur. Verkalýðsforystan er líka með kröfur á ríkið varðandi verðtryggingu persónufrádráttar, samræmingu lífeyrisréttinda og fleira. En hugmyndir vinnuveitenda um 7-8 prósenta launahækkanir á þremur árum falla í grýttan jarðveg. „Það er orðin óþreyja og menn vilja fara að sjá einhverja þróun gerast í þessu. Ég held að við höfum fram í næstu viku til að draga þessar línur upp," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ef það takist ekki verði ekkert að samræmdum kjarasamningum til langs tíma. „Þá ég á von á því að menn fari að horfa til skemmri tíma og semji til haustsins," segir Gylfi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir stjórnvöld reiðubúin til samstarfs, enda sé friður á vinnumarkaði mikilvægur við uppbygginguna. „En hins vegar er fjárhagslegt svigrúm ríkisins til að taka á sig mikil sértæk útgjöld vegna kjarasamninga ekki mikið."
Tengdar fréttir ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20 Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05 Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20
Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05
Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58