Vanhæfur saksóknari - vond ákæra Einar Steingrímsson skrifar 12. janúar 2011 06:00 Það er nöturlegt að í einu af fyrstu sakamálunum í kjölfar hrunsins, þar sem aðalmeðferð fer fram í næstu viku, eru það ekki hrunvaldar sem dregnir eru fyrir dóm heldur níu mótmælendur, ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn. Lára V. Júlíusdóttir er settur saksóknari í Nímenningamálinu. Hún tók að sér starfið þótt hún hafi talsverð tengsl við Alþingi, sem er meintur brotaþoli. Lára sat á Alþingi (sem varamaður) á árunum 1987-90, og hún er kjörin af Alþingi sem formaður bankaráðs Seðlabankans. Lára skrifaði líka skrifstofustjóra Alþingis og "pantaði" kæru vegna húsbrots, því annars væri ekki hægt að ákæra fyrir það. Það er því fráleitt að segja að hún sé óháð Alþingi. Ef til vill veldur ofangreint ekki því að Lára sé sjálfkrafa vanhæf, en samkvæmt lögum er saksóknari vanhæfur ef "fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa." Þar sem hér er um ákaflega umdeilt mál að ræða var vanhugsað af Láru að taka það að sér; grunsemdirnar um að hún sé fyrirfram hliðholl öðrum málsaðila munu aldrei hverfa, og það mun veikja traust almennings á réttarkerfinu. Það bætir ekki úr skák að Lára ákvað, í trássi við niðurstöðu lögreglurannsóknar á málinu, að ákæra á grundvelli 100. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um tilraunir til valdaráns, enda eru viðurlög að lágmarki eins árs fangelsi. Þessi ákæra er glórulaus, enda ljóst að ekkert slíkt vakti fyrir sakborningum, hvað þá að þeir hafi haft nokkra möguleika á að ógna "sjálfræði" Alþingis. Það er erfitt að sjá þessa ákæru sem annað en heiftarlega árás ríkisvaldsins á frelsi til mótmæla, enda er ákæran sjálf til þess fallin að hræða fólk frá því að neyta mótmælaréttar síns. Yrði sakfellt verður það eitt ljótasta dómsmorðið í íslenskri réttarsögu. Lára hefði aldrei átt að taka að sér saksókn í málinu vegna vanhæfis síns. Úr því sem komið er getur hún bara gert eitt til að forðast að setja ljótan blett á íslenska réttarkerfið, nefnilega að draga ákærurnar til baka. Geri hún það ekki mun þetta mál varpa ævarandi skugga á lögmannsheiður hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Það er nöturlegt að í einu af fyrstu sakamálunum í kjölfar hrunsins, þar sem aðalmeðferð fer fram í næstu viku, eru það ekki hrunvaldar sem dregnir eru fyrir dóm heldur níu mótmælendur, ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn. Lára V. Júlíusdóttir er settur saksóknari í Nímenningamálinu. Hún tók að sér starfið þótt hún hafi talsverð tengsl við Alþingi, sem er meintur brotaþoli. Lára sat á Alþingi (sem varamaður) á árunum 1987-90, og hún er kjörin af Alþingi sem formaður bankaráðs Seðlabankans. Lára skrifaði líka skrifstofustjóra Alþingis og "pantaði" kæru vegna húsbrots, því annars væri ekki hægt að ákæra fyrir það. Það er því fráleitt að segja að hún sé óháð Alþingi. Ef til vill veldur ofangreint ekki því að Lára sé sjálfkrafa vanhæf, en samkvæmt lögum er saksóknari vanhæfur ef "fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa." Þar sem hér er um ákaflega umdeilt mál að ræða var vanhugsað af Láru að taka það að sér; grunsemdirnar um að hún sé fyrirfram hliðholl öðrum málsaðila munu aldrei hverfa, og það mun veikja traust almennings á réttarkerfinu. Það bætir ekki úr skák að Lára ákvað, í trássi við niðurstöðu lögreglurannsóknar á málinu, að ákæra á grundvelli 100. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um tilraunir til valdaráns, enda eru viðurlög að lágmarki eins árs fangelsi. Þessi ákæra er glórulaus, enda ljóst að ekkert slíkt vakti fyrir sakborningum, hvað þá að þeir hafi haft nokkra möguleika á að ógna "sjálfræði" Alþingis. Það er erfitt að sjá þessa ákæru sem annað en heiftarlega árás ríkisvaldsins á frelsi til mótmæla, enda er ákæran sjálf til þess fallin að hræða fólk frá því að neyta mótmælaréttar síns. Yrði sakfellt verður það eitt ljótasta dómsmorðið í íslenskri réttarsögu. Lára hefði aldrei átt að taka að sér saksókn í málinu vegna vanhæfis síns. Úr því sem komið er getur hún bara gert eitt til að forðast að setja ljótan blett á íslenska réttarkerfið, nefnilega að draga ákærurnar til baka. Geri hún það ekki mun þetta mál varpa ævarandi skugga á lögmannsheiður hennar.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar