Enski boltinn

Ferguson tekur öðru sinni við Peterborough

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darren Ferguson, stjóri Peterborough.
Darren Ferguson, stjóri Peterborough. Nordic Photos / Getty Images

Darren Ferguson var í dag endurráðinn knattspyrnustjóri enska C-deilarliðsins Peterborough aðeins fjórtán mánuðum eftir hann hætti hjá félaginu.

Síðan hann hætti hjá félaginu hefur hann verið stjóri Preston North End en hann var rekinn þaðan fyrir tveimur vikum síðan.

Gary Johnson hætti sem stjóri Peterborough á mánudaginn og átti Ferguson í viðræðum við forráðamenn félagsins í gær.

Ferguson var við stjórnvölinn hjá Peterbrough í þrjú ár og kom liðinu upp úr ensku D-deildinnni í B-deildina á þeim tíma.

Hins vegar gekk honum illa hjá Preston og vann liðið aðeins þrettán leiki af 49 undir hans stjórn. Liðið var í neðsta sæti ensku B-deildarinnar þegar Ferguson var rekinn, sama sæti og Peterbrough var í þegar Ferguson hætti þar á sínum tíma.

Ferguson verður nú falið það hlutverk að koma Peterborough, sem er í fimmta sæti C-deildarinnar, aftur upp í ensku B-deildina. Hann er sonur Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×